fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Hin hliðin á fjárlögunum: Ágúst nefnir hlutina sem eru ekki beint jákvæðir

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 28. nóvember 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Aldrei áður á lýðveldistímanum hafa fjárlög fyrir komandi ár verið afgreidd í nóvember,“ skrifaði fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson í færslu á Facebook í dag þar sem hann deildi sex jákvæðum atriðum úr nýsamþykktum fjárlögum fyrir næsta ár.

Atriðin voru eftirfarandi:

  • Tekjuskattur lækkar um allt að 120 þúsund á ári
  • Fjórir milljarðar í bætt umferðaröryggi 
  • Fæðingarorlof lengt úr 9 mánuðum í 10 mánuði 
  • Áfram kraftur í uppbyggingu hjúkrunarheimila 
  • Nýjar þyrluf fyrir Landhelgisgæsluna 
  • Tryggingargjald lækkar um 4,2 milljarða 

DV leitaði til Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem hefur verið mjög gagnýninn á fjárlögin. Hann bendir á móti ofangreindum atriðum á þau þau neikvæðu atriði sem er að finna, eða hluti sem ekki er að finna í fjárlögum næsta árs.

„Hin hliðin á fjárlögunum:

  1. Felldu tvisvar sinnum tillögur Samfylkingarinnar um fé til rannsóknar á Samherjamálinu
  2. Felldu tillögur um að enginn öryrki og eldri borgari yrði undir lágmarkslaunum
  3. Felldu tillögu um að vinna gegn lengstu biðlistum í sögu SÁÁ
  4. Lækkuð framlög til framhaldsskóla, rannsóknarsjóðs, jafnréttissjóðs, skógræktar og til almennrar löggæslu.
  5. Lækkuð framlög til hjálpartækja, endurhæfingarþjónustu og verndaðra vinnustaða öryrkja
  6. Sérstök aðhaldskrafa er sett á Landspítalann og hjúkrunarheimilin
  7. Endurgreiðsla vegna kvikmyndagerðar lækkuð um 30%.
  8. Veiðileyfagjöldin lækkuð um helming á kjörtímabilinu.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega