fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Benedikt hæðist að sjálfstæðismönnum: „Ekki að efa að þessi fundur verður flokknum til álitsauka“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 28. nóvember 2019 22:02

Benedikt Jóhannesson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auglýsing um stofnfund félags sjálfstæðismanna um fullveldismál í Morgunblaðinu í dag hefur vakið mikla athygli, en kannski ekki þá athygli sem sjálfstæðismenn hefðu viljað. Hefur myndmálið verið sagt daður við nasisma:

Sjá nánar: Þetta er maðurinn á bak við umdeildu auglýsinguna í Mogganum – „Það eru ákveðnir þættir sem ógna fullveldinu“

Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar, skýtur föstum skotum að Sjálfstæðisflokknum vegna málsins:

„Mér finnst gaman að sjá hvað Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn frjálslyndur. Fyrir tíu árum óskuðum við Evrópusinnaðir sjálfstæðismenn eftir að halda fundi í Valhöll.

Það var leyft með miklum semingi, en lagt blátt bann við því að við auglýstum fundinn.

Nú er allt leyft og ekki að efa að þessi fundur verður flokknum til álitsauka, en nokkra fundarboðendur má sjá á teikningu með auglýsingunni.“

Fyrr í dag hafði formaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, einnig tjáð sig um auglýsinguna: „Ekki beint saknaðartilfinning sem vaknar!“ sagði Þorgerður Katrín á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma