fbpx
Föstudagur 29.maí 2020
Eyjan

Smári hló að hjásetu Sigmundar Davíðs – „Hefur varla sést síðan Samherjamálið kom upp“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afgreiðsla tillögu um að veita auknu fjármagni til rannsókna á fjármálabrotum fór fram á Alþingi í dag, en málið hefur vakið nokkra athygli, þar sem umfang Samherjamálsins kallar á aukna fjárveitingu til rannsóknaraðila hins opinbera, skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara. Var tillagan felld.

Smári McCarthy, þingmaður Pírata, vakti athygli á afstöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, á Facebook í dag. Sagðist Smári hafa hlegið upphátt þegar honum varð ljós afstaða Sigmundar í málinu:

„Ég hló smá þegar þessi maður sat hjá við afgreiðslu tillögu um að veita auknu fjármagni til rannsókna á fjármálaafbrotum rétt í þessu. Ekki síst þar sem hann hefur varla sést síðan Samherjamálið kom upp.“

Birtir Smári síðan mynd af Sigmundi Davíð í viðtalinu fræga þegar hann sem forsætisráðherra, fékk hina alræmdu Wintris-spurningu, sem hann gat ómögulega svarað með sannleikanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Landsbankinn lokar í Bolungarvík – Bæjarstjórinn með áhyggjur af gamla fólkinu

Landsbankinn lokar í Bolungarvík – Bæjarstjórinn með áhyggjur af gamla fólkinu
Eyjan
Í gær

„Hvers vegna þurfa erfingjarnir að greiða ríkinu fyrir gjöf frá foreldrum sínum?“

„Hvers vegna þurfa erfingjarnir að greiða ríkinu fyrir gjöf frá foreldrum sínum?“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baráttan um Bessastaði – Óvænt úrslit í netkönnun DV

Baráttan um Bessastaði – Óvænt úrslit í netkönnun DV
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Telur hugmynd stjórnvalda vonda -„Má spyrja sig hvort það sé til lengdar skyn­sam­legt“

Telur hugmynd stjórnvalda vonda -„Má spyrja sig hvort það sé til lengdar skyn­sam­legt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Á þingpöllum: Gífuryrði gagnast engum

Á þingpöllum: Gífuryrði gagnast engum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðmundur ósáttur: „Hvaða erindi á þessi spurning í þáttinn?“

Guðmundur ósáttur: „Hvaða erindi á þessi spurning í þáttinn?“