fbpx
Fimmtudagur 28.maí 2020
Eyjan

Sjáðu hvað ríkið ætlar að lána fátækum fyrir útborgun – Skilyrði lána eru litlar íbúðir, sem hafa aldrei verið dýrari en nú

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fyrirhugað er að ríkið láni ákveðnum kaupendahópum fé fyrir hluta af útborguninni,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, sem boðar frumvarp um svonefnd hlutdeildarlán að breskri fyrirmynd. Hann segir að frumvarp um hlutdeilarlánin, þar sem ríkið getur lánað tekju- og eignalitlum fyrir meirihluta útborgunar í húsnæði, verði lagt fram á Alþingi í vetur. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Ásmundur Einar fór yfir stöðu mála á Húsnæðisþingi félagsmálaráðuneytisins og Íbúðalánasjóðs sem haldið er í dag, og sérstaklega könnun Íbúðalánasjóðs sem sýnir að meirihluti leigjenda vill kaupa sína eigin fasteign. Vísaði hann þá til fyrstu kaupa. Þessu fólki mættu hins vegar töluverðar hindranir, einkum varðandi útborgun við kaup. Hann sagði að könnuð hefðu verið bæði svonefnd startlán að norskri fyrirmynd og einnig hlutdeildarlánin (e. Equity loans).

„Slík hlutdeildarlán eða eiginfjárlán eiga að brúa bilið fyrir þá sem eiga þess ekki kost að safna sér fyrir útborgun í íbúð.  Ríkið lánar ákveðnum kaupendahópum fé fyrir hluta af útborguninni og fær það svo endurgreitt við sölu eignarinnar eða þegar kaupandinn endurfjármagnar lánið,“

sagði Ásmundur Einar og bætti því við að framkvæmdin hjá Bretum hefði verið skoðuð ítarlega.

Allt að 40% lán

Ætla má að þessi lán gætu numið 20-40 prósentum af kaupverði íbúðar.

„Raunhæft dæmi er af íbúð kostar til dæmis 30 milljónir, þarf kaupandi að leggja sjálfur fram um eina og hálfa milljón í eigið fé, ríkið myndi lána 6 milljónir og eftirstöðvarnar fjármagnaðar með óverðtryggðu húsnæðisláni, frá fjármálastofnun. Þegar eignin verður seld fær ríkið lánið endurgreitt og svarar endurgreiðslan þá til sama hlutfalls af verðmæti eignarinnar og upphaflega lánið. Hafi eignin hækkað í verði hækkar greiðsla til ríkisins en hafi eignin lækkað verður greiðsla til ríkisins að sama skapi lægri,“

sagði Ámundur Einar. Hann bætti því við að úrræði um skattaafslátt og tilgreinda séreign gætu jafnframt nýst til  þess að lækka óverðtryggt húsnæðislán og auka þar með eignamyndun.

Fram kemur í skýrslu Íbúðalánasjóðs, Staða og þróun húsnæðismála, sem kom út í morgun í tengslum við Húsnæðisþingið, að reikna megi með því að árlegur fjöldi hlutdeildarlána gæti numið allt frá 350 og upp í eittþúsund árlega. Þetta fari eftir því hversu mikla áherslu byggingaraðilar muni leggja á íbúðir sem uppfylli skilyrði um þessi lán.

Aldrei dýrara en nú

Forsenda þess að fyrstu kaupendur fái þessa ríkisaðstoð, er að þeir kaupi litlar, nýjar íbúðir, sem eru innan við þriggja ára gamlar.

Þetta staðfesti Arnar Þór Sævarsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra við Eyjuna á dögunum:

„Það sem ég get sagt er það, að það verður horft til þess að þetta verði nýbyggingar eða nýlegt húsnæði. Þá erum við ekki að tala um það að við séum að hjálpa ungu fólki að kaupa á milljón kall fermetrann, heldur að húsnæðið verði fyrirfram skilgreint.“

En líkt og Eyjan hefur áður fjallað um, hafa litlar og nýjar íbúðir einmitt aldrei verið dýrari en um þessar mundir.

Því má velta upp þeirri spurningu hvort ríkið sé með úrræðum sínum í raun að stuðla að óþarflegri skuldasöfnun þess hóps sem aðstoðina þiggur með því að skilyrða fyrstu kaupendur og ungt fólk til að kaupa sér óþarflega dýrar eignir.

Einnig, hvort ríkið sé ekki um leið að niðurgreiða dýrar framkvæmdir efnameiri verktaka.

Ekki milljón, en hálf milljón

Samkvæmt skýrslu Íslandsbanka er meðalfermetraverð íbúða undir 70 fermetrum alls 572 þúsund krónur á höfuðborgarsvæðinu og hefur það aldrei verið hærra að raunvirði. Til samanburðar eru dýrustu íbúðir landsins sem fyrr staðsettar í miðbæ Reykjavíkur en þar er meðalfermetraverð um 564 þúsund krónur.

Sjá nánar: Ríkið aðstoðar aðeins við kaup á nýjum íbúðum sem hafa aldrei verið dýrari – „Algjör svik verði það raunin“

Sjá einnig: Aldrei eins dýrt að eignast litlar íbúðir og nú – Meðalfermetraverðið yfir 572 þúsund krónur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Landsbankinn lokar í Bolungarvík – Bæjarstjórinn með áhyggjur af gamla fólkinu

Landsbankinn lokar í Bolungarvík – Bæjarstjórinn með áhyggjur af gamla fólkinu
Eyjan
Í gær

„Hvers vegna þurfa erfingjarnir að greiða ríkinu fyrir gjöf frá foreldrum sínum?“

„Hvers vegna þurfa erfingjarnir að greiða ríkinu fyrir gjöf frá foreldrum sínum?“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baráttan um Bessastaði – Óvænt úrslit í netkönnun DV

Baráttan um Bessastaði – Óvænt úrslit í netkönnun DV
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Telur hugmynd stjórnvalda vonda -„Má spyrja sig hvort það sé til lengdar skyn­sam­legt“

Telur hugmynd stjórnvalda vonda -„Má spyrja sig hvort það sé til lengdar skyn­sam­legt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Á þingpöllum: Gífuryrði gagnast engum

Á þingpöllum: Gífuryrði gagnast engum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðmundur ósáttur: „Hvaða erindi á þessi spurning í þáttinn?“

Guðmundur ósáttur: „Hvaða erindi á þessi spurning í þáttinn?“