Miðvikudagur 22.janúar 2020
Eyjan

Þátturinn sem var aldrei tekinn út

Egill Helgason
Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 20:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spjallþræðir á alnetinu geta virkað skringilega. Einhver, virkur í athugasemdum, kastar fram fullyrðingu. Annar grípur hana, ýtir henni áfram, uns orðin er til heljarmikil blaðra sem þenst út. Fullyrðingin er þá orðin eins og viðtekinn sannleikur, lifir sínu eigin lífi, og getur verið hið erfiðasta mál að kveða hana niður.

Þannig komst upp kvittur um það á sunnudaginn að Silfrið sem var á dagskrá Ríkisútvarpið þann daginn hefði verið fjarlægt af vef RÚV. Þá væntanlega vegna þess að í því væri eitthvað efni sem væri of viðkvæmt til dreifa og varðveita – eða þá að kröfu einhverra afla úti í bæ. Þetta mátti svo lesa daginn eftir í litlum dálki í Fréttablaðinu,  þar sem blaðamaðurinn tók upp netblaðrið eins og það væri satt og rétt.

En staðreyndin er auðvitað sú að ekkert var fjærægt af vefnum. Engum myndi láta sér detta í hug að gera það – og sjálfur myndi ég ekki einu sinni kunna handtökin. Efni af þessu tagi fer inn á vefinn og blífur þar í langan tíma.

Það sem gerðist var að það varð bilun í spilaranum á RÚV-vefnum sem olli því að þátturinn var óaðgengilegur í rúma klukkustund – það var nú allt og sumt en varð tilefni til þessara furðusagana.

Þátturinn er semsagt  hérna og hefur verið síðan á sunnudag.

En það er umhugsunarefni hvað fólk tekur alls konar vitleysu af Facebook trúanlega, án þess að hafa fyrir því að athuga sjálft – stundum kannski sökum þess að því langar að trúa samsæriskenningunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna brjáluð út í borgarstjóra: „Við erum á leið í verkfall – Látum ekki kúga okkur“

Sólveig Anna brjáluð út í borgarstjóra: „Við erum á leið í verkfall – Látum ekki kúga okkur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Nefnir sjö niðurdrepandi punkta um ríkisstjórnina á „mest niðurdrepandi“ degi ársins

Nefnir sjö niðurdrepandi punkta um ríkisstjórnina á „mest niðurdrepandi“ degi ársins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir hneyksli að peningar Ofanflóðasjóðs hafi ekki verið nýttir í ofanflóðavarnir

Segir hneyksli að peningar Ofanflóðasjóðs hafi ekki verið nýttir í ofanflóðavarnir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sósíalistaflokkurinn næði fólki inn á þing samkvæmt nýrri könnun

Sósíalistaflokkurinn næði fólki inn á þing samkvæmt nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Um 24 þúsund útlendingar búa í Reykjavík – Borgin hyggst bæta þjónustuna

Um 24 þúsund útlendingar búa í Reykjavík – Borgin hyggst bæta þjónustuna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ætla að endurskoða lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm

Ætla að endurskoða lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm