fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Skúli Mogensen krefst þess að Sveini Andra verði vikið frá sem skiptastjóra WOW air

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. nóvember 2019 07:58

Skúli er ekki sáttur við störf Sveins Andra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, er skiptastjóri þrotabús flugfélagsins WOW air en Skúli Mogensen, fyrrum forstjóri og aðaleigandi WOW air, er allt annað en sáttur við störf Sveins Andra og krefst þess að honum verði vikið frá störfum. Skúli hefur lagt fram kröfu hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um þetta.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að Skúli byggi mál sitt á að Sveinn Andri hafi veitt rangar og villandi upplýsingar um mikilvæg mál tengd þrotabúinu, bæði í fjölmiðlum og á skiptafundum. Segir Skúli að með þessu hafi Sveinn Andri rýrt verulega það traust sem þarf að ríkja til hans sem skiptastjóra.

Skúli vísar að sögn meðal annars til frétta Fréttablaðsins um kaup bandarísku kaupsýslukonunnar Ballarin á eignum þrotabúsins. Í tengslum við þær var haft eftir Sveini Andra að Ballarin hefði nú þegar greitt kaupverðið.

Skúli segir einnig að á skiptafundi hafi skiptastjórarnir verið spurðir hvort einhver tengsl væru á milli þeirra og Ballarin og hefðu þeir svarað að svo væri ekki, engin tengsl væru við kaupandann eða forsvarsmenn hans. Nánari skoðun á málinu hefði þó leitt í ljós að lögmaður Ballarin, Páll Ágúst Ólafsson, hafi starfsstöð í sama húsi og Sveinn Andri og deili fundarherbergi, kaffistofu og prenturum með honum.

Skúli segir einnig að Sveinn Andri hafi einnig sýnt af sér vanrækslu við upplýsingagjöf um skiptakostnað og þóknanir og að hann hafi tekið sér þóknun úr þrotabúinu án þess að hafa heimild til þess. Héraðsdómur tekur kröfu Skúla fyrir í næstu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins