Föstudagur 13.desember 2019
Eyjan

Vilja lækka greiðslubyrði námslána og afnema ábyrgðarmannakerfið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. nóvember 2019 07:59

LÍN er til húsa í Borgartúni 21.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lægra endurgreiðsluhlutfall, afnám ábyrgðarmannakerfisins og lægri vextir er meðal þess sem starfshópur um endurgreiðslubyrði námslána leggur til. Ef þessar tillögu ná fram að ganga myndi það hlutfall af launum, sem lántakar greiða árlega af lánunum, lækka um tíu prósent. Lagt er til að vextir af námslánum lækki úr einu prósenti í 0,4 prósent sem myndi lækka afborganir en lánstíminn þyrfti ekki að lengjst við þá breytingu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerir grein fyrir niðurstöðum starfshópsins í blaði dagsins.

„BHM hefur árum saman barist fyrir því að endurgreiðslubyrði námslána verði létt og að ábyrgðarmannakerfið verði afnumið að fullu. Verði þessar tillögur að veruleika, sem ég ætla að vona að verði, þá eru þau baráttumál í höfn.“

Hefur Fréttablaðið eftir Þórunni.

Starfshópurinn var skipaður síðasta sumar, af forsætisráðherra, í tengslum við kjaraviðræður opinberra starfsmanna. Verkefni hópsins var að fara yfir reglur um endurgreiðslur námslána. Í tengslum við það var bent á að lántakar greiða um fjögur prósent launa sinna í afborganir af námslánum en það svarar til um einna mánaðarlauna á ári.

Fulltrúar þriggja ráðuneyta sátu í starfshópnum auk fulltrúa BHM og iðnaðarmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Styrmir: Hvar eru unglingahreyfingar stjórnmálaflokkanna?

Styrmir: Hvar eru unglingahreyfingar stjórnmálaflokkanna?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Styrmir ráðinn til Arion banka

Styrmir ráðinn til Arion banka
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kristján Þór lofar óháðri rannsókn – „Stórtíðindi“

Kristján Þór lofar óháðri rannsókn – „Stórtíðindi“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Auknar líkur á að klukkunni verði seinkað á Íslandi – Sjáðu umsagnir þjóðarinnar

Auknar líkur á að klukkunni verði seinkað á Íslandi – Sjáðu umsagnir þjóðarinnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fjallar um vafasöm vinnubrögð Bjarna Ben og Samherja í grein um spillingu

Fjallar um vafasöm vinnubrögð Bjarna Ben og Samherja í grein um spillingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Eldri leikskólakennarar sárir eftir nýfallinn dóm: „Eru þetta þakkirnar eftir 38 ára starf?“

Eldri leikskólakennarar sárir eftir nýfallinn dóm: „Eru þetta þakkirnar eftir 38 ára starf?“