Mánudagur 09.desember 2019
Eyjan

Ágúst Ólafur ósáttur við að framlög séu ekki hækkuð til SÁÁ – Fór sjálfur í meðferð – „Þetta er ekki flokkspólitískt mál.“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 16. nóvember 2019 09:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er afar ósáttur við að tillaga hans um aukið framlag til SÁÁ hafi verið felld. Ágúst Ólafur skrifar færslu um þetta á Facebook og deilir bút úr ræðu sinni um málið á Alþingi. Hann skrifar:

„Þessa tillaga fjallar um örlitla (í skilningi ríkisfjármála) viðbót til SÁÁ sem er nú að kljást við sína lengstu biðlista í sögu sinni. Því er að bæta að ég er viss um þessir sömu stjórnmálamenn sem felldu þessa tillögu í vikunni munu koma á opna fundi hjá SÁÁ rétt fyrir næstu kosningar og segjast vilja gera allt fyrir samtökin.

Ég hvet fólk á þessum fallega laugardegi til að hlusta hér á að neðan en ég minni á að á 10 daga fresti deyr Íslendingur úr ofneyslu lyfja og annar Íslendingur fremur sjálfsvíg, einnig á 10 daga fresti, allt árið um kring.“

Þess má geta að sjálfur fór Ágúst Ólafur í áfengismeðferð í kjölfar þess að hann var sakaður um óviðeigandi hegðun við Báru Huldu Beck, blaðamann Kjarnans. Baðst hann afsökunar á framkomu sinni og tók sér nokkurra mánaða hlé frá þingmennsku.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Efnahagslægð og niðurskurður á næsta leiti – Búast við að fækka starfsfólki um 600 manns

Efnahagslægð og niðurskurður á næsta leiti – Búast við að fækka starfsfólki um 600 manns
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir Katrínu pólitíska skræfu sem klikkaði í dauðafæri- „Auðstéttin hefur öll tromp á hendi“

Segir Katrínu pólitíska skræfu sem klikkaði í dauðafæri- „Auðstéttin hefur öll tromp á hendi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ísland með ódýrustu heilbrigðisþjónustuna af Norðurlöndunum en lægstu framlögin – „Afleiðingarnar eru öllum augljósar“

Ísland með ódýrustu heilbrigðisþjónustuna af Norðurlöndunum en lægstu framlögin – „Afleiðingarnar eru öllum augljósar“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur í jólaskapi – Sjáðu upphæð desemberuppbótarinnar

Ásmundur í jólaskapi – Sjáðu upphæð desemberuppbótarinnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fangar fá loksins geðheilbrigðisþjónustu – „Ekki aðeins viðunandi, heldur þannig að við getum verið stolt af“

Fangar fá loksins geðheilbrigðisþjónustu – „Ekki aðeins viðunandi, heldur þannig að við getum verið stolt af“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Íslensk stjórnvöld beðin um að uppræta spillingu í Angóla vegna Samherjamálsins

Íslensk stjórnvöld beðin um að uppræta spillingu í Angóla vegna Samherjamálsins