fbpx
Fimmtudagur 24.september 2020
Eyjan

Hinn raunverulegi innflytjendavandi – það þarf fleiri innflytjendur

Egill Helgason
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 20:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn raunverulegi innflytjendavandi, The Real Immigration Crisis, er grein sem birtist í hinu virta tímariti Foreign Affairs. Höfundur hennar er Charles Kenny en hann starfar hjá hugveitunni Center for Global Development og er höfundur bókarinnar Getting Better: Why Global Development Is Succeeding–And How We Can Improve the World Even More.

Kenny segir í greininni að andstæðingum fólksflutninga vaxi fiskur um hrygg, víða um heim, frá Póllandi til Bandaríkjanna. Þetta sé einkum vegna ótta við innflytjendur, hræðslu við að þeir taki störf, aðlagist ekki að samfélaginu, leggist á velferðarkerfi.

En Kenny segir að vandinn sé þveröfugur, það séu ekki of margir innflytjendur heldur of fáir.

Skýringin er einföld. Fólk á Vesturlöndum eignast fá börn. Þetta mun hafa mjög slæm áhrif á hagvöxt – loks verður of fátt vinnandi fólk til að bera uppi þá sem hafa farið á eftirlaun. Gömlu fólki fjölgar, það lifir lengur, og kröfurnar um aðbúnað þess aukast stöðugt. Til þess að mæta þessu þurfi ríkar þjóðir á Vesturlöndum að laða til sín fleiri innflytjendur.

Kenny segir að fólki á vinnualdri muni fækka um 45 milljónir á næstu 65 árum, þróunin verði ekki eins afgerandi í Bandaríkjunum – aðallega vegna þess að þar eru fleiri innflytjendur. En þó hafi orðið samdráttur í vinnuafli í 80 prósentum af sýslum í Bandaríkjunum milli 2007 og 2017.

Þetta muni valda gríðarlegu álagi á heilbrigðiskerfi og öldrunarþjónustu og við þessu séu ekki mörg svör, ein leiðin er að reyna að fjölga barnsfæðingum, en það gengur yfirleitt fremur treglega. Því hefur verið haldið fram að róbotatækni og gervigreind muni leysa vandann, en það virðist ekki vera mjög raunsætt. Eina leiðin er því, segir Kenny, að þjóðir á Vesturlöndum opni hlið sín fyrir innflytjendum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hart tekist á í Silfrinu: „Eigum við að taka á móti öllum? Svaraðu því“ – „Það er skömm og það er hneisa“

Hart tekist á í Silfrinu: „Eigum við að taka á móti öllum? Svaraðu því“ – „Það er skömm og það er hneisa“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Punktar úr pólitík – Þetta bar hæst í vikunni

Punktar úr pólitík – Þetta bar hæst í vikunni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sólveig svarar fullum hálsi – „Hörður virðist, eins og því miður allt of margir, ekki alveg nógu klókur“

Sólveig svarar fullum hálsi – „Hörður virðist, eins og því miður allt of margir, ekki alveg nógu klókur“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Opið bréf með áskorun til ráðherra – Verið að draga úr stuðningi við nýsköpun á landinu öllu

Opið bréf með áskorun til ráðherra – Verið að draga úr stuðningi við nýsköpun á landinu öllu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Meirihlutinn manni færri – Rósa Björk hætt í VG

Meirihlutinn manni færri – Rósa Björk hætt í VG
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þingmaður greindist með COVID-19 – Alþingi meðvitað um stöðuna

Þingmaður greindist með COVID-19 – Alþingi meðvitað um stöðuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarfulltrúi segir fulla ástæðu til að rasskella aðra fulltrúa – „Svona hefur þetta verið um langt árabil“

Bæjarfulltrúi segir fulla ástæðu til að rasskella aðra fulltrúa – „Svona hefur þetta verið um langt árabil“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gefur lítið fyrir auglýsingaherferð – „Jafn neyðarlegt að horfa á þau og afhendingu Grímuverðlauna“

Gefur lítið fyrir auglýsingaherferð – „Jafn neyðarlegt að horfa á þau og afhendingu Grímuverðlauna“