Föstudagur 13.desember 2019
Eyjan

Segja orkuverð of hátt hér á landi – Ekki samkeppnishæft

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. nóvember 2019 07:59

Gagnaver þurfa mikið rafmagn. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Advania Data Centers hefur samið við Stockholm Exergi um að reisa nýtt gagnaver í hátæknigarði í Kista hverfinu í Stokkhólmi. Áætluð fjárfesting vegna verksins er um 8,6 milljarðar króna. Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri Advania Data Centers, segir að orkuverð hér á landi sé orðið alltof hátt.

Fréttablaðið skýrir frá þessu.

„Orkuverð í miðborg Stokkhólms er 20 prósentum lægra en það sem okkur býðst á Íslandi. Sá munur eykst ef gagnaver eru byggð upp í Norður-Svíþjóð. Orkuverð hér er orðið allt of hátt eða 25-40 prósentum hærra en til dæmis í Svíþjóð og Noregi.“

Hefur blaðið eftir Eyjólfi sem segir nýja gagnaverið rísa á borgarlandi. Hitaveita kaupir varma sem myndast í tölvubúnaði gagnaversins og nýtir til húshitunar. Þetta lækkar að hans sögn orkukostnað gagnaversins umtalsvert.

Þetta er fyrsta gagnaverið sem fyrirtækið byggir erlendis en það rekur gagnaver í Hafnarfirði og í Reykjanesbæ en þar er eitt stærsta gagnaver Evrópu.

Ólafur Adolfsson, formaður Þróunarfélags Grundartanga, hefur einnig áhyggjur af orkuverði. Um 1.100 manns vinna á Grundartanga hjá 20 stórum og smáum fyrirtækjum. Um eitt þúsund manns, að auki, þjónusta svæðið.

„Við höfum miklar áhyggjur af háu orkuverði. Það er varhugaverð þróun að verið sé að verðleggja íslenskan iðnað út af samkeppnismörkuðum. Við höfum ítrekað varað við þessu. Þetta lýtur ekki eingöngu að samkeppnishæfni nýrra verkefna. Verja þarf þau störf sem fyrir eru.“

Er haft eftir Ólafi.

Það eru fjórir þættir sem ráða mestu um orkuverðið: Raforkuverð frá fyrirtækjum eins og Landsvirkjun og HS orku, flutningskostnaður Landsnets, dreifingarkostnaður og skattar.

Fréttablaðið hefur eftir Eyjólfi að verðið á raforkuhlutanum sé ekki langt frá þeim verðum sem eru í boðið á hinum Norðurlöndunum en flutningshlutinn og dreifingin séu miklu dýrari hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Styrmir: Hvar eru unglingahreyfingar stjórnmálaflokkanna?

Styrmir: Hvar eru unglingahreyfingar stjórnmálaflokkanna?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Styrmir ráðinn til Arion banka

Styrmir ráðinn til Arion banka
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kristján Þór lofar óháðri rannsókn – „Stórtíðindi“

Kristján Þór lofar óháðri rannsókn – „Stórtíðindi“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Auknar líkur á að klukkunni verði seinkað á Íslandi – Sjáðu umsagnir þjóðarinnar

Auknar líkur á að klukkunni verði seinkað á Íslandi – Sjáðu umsagnir þjóðarinnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fjallar um vafasöm vinnubrögð Bjarna Ben og Samherja í grein um spillingu

Fjallar um vafasöm vinnubrögð Bjarna Ben og Samherja í grein um spillingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Eldri leikskólakennarar sárir eftir nýfallinn dóm: „Eru þetta þakkirnar eftir 38 ára starf?“

Eldri leikskólakennarar sárir eftir nýfallinn dóm: „Eru þetta þakkirnar eftir 38 ára starf?“