fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Britbox tekur til starfa – við þurfum almennilega íslenska efnisveitu

Egill Helgason
Sunnudaginn 10. nóvember 2019 11:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgrímur Sverrisson er manna fróðastur um kvikmyndir, enda skilst mér að hann sé að leggja lokahönd á sjónvarpsþáttaröð sem fjallar um íslenskar kvikmyndir – sem er tilhlökkunarefni.

Ásgrímur skrifar litla grein á Fésbók í tilefni af því að í Bretlandi er búið að opna stóra efnisveitu, Brit Box, sem er samstarfsverkefni ríkissjónvarpsins BBC og einkastöðvanna ITV og Channel 4. Bretar ætla semsagt ekki lengur að vera ofurseldir Netflix og hinum bandarísku efnisveitunum. Ásgrímur lýsir því svo.

„BritBox, efnisveita BBC, ITV og Channel Four, er farin í loftið. Þetta er fyrst og fremst arkív, safnefni líkt og bókasafn (eitthvað nýtt eða nýlegt líka).“

Og síðan víkur hann talinu að Íslandi, þar sem aðgengi að eldra kvikmynda- og sjónvarpsefni er afar lélegt. Stundum er maður beinlínis að skoða efni sem fólk hér og þar hefur sett inn á YouTube af vhs-myndbandaspólum. Einna duglegastur er maður sem kallar sig Humperdinkus, mér skilst hann búi í Ástralíu!

Hér þarf að bæta upp líkt og ég hef oft skrifað um áður, koma upp almennilegri íslenskri efnisveitu. Það er í rauninni stórmál á tíma þegar fólk er í stórum stíl hætt að horfa á línulega dagskrá í sjónvarpi og ungt fólk veit varla hvað það er, en ratar geysilega vel um efnisveitur eins og Netflix þar sem er að finna mikið af eldra efni. Fólk ætti semsagt að geta leitað sér afþreyingar, upplýsinga og heimilda í slíkri efnisveitu. Og það þarf auðvitað að sporna gegn menningarlegum yfirráðum bandarísku efnisveitanna. Ásgrímur Sverrisson skrifar:

„Sem leiðir hugann að íslensku efni, bíómyndum, heimildamyndum, þáttaröðum og hverskyns sjónvarpsefni. Aðgengi almennings að (eldri) íslenskum bíómyndum er orðið verulegt vandamál, sama máli gegnir um heimildamyndir, sjónvarpsefni hverskonar er til í hrönnum en mjög tilviljanakennt hvað er hægt að sjá, t.d. hjá RÚV. Þetta þarf að laga sem fyrst – og ætti ekki að vera óyfirstíganlegt vandamál.“

Þetta er verkefni sem ætti að vera verðugt fyrir nýjan útvarpsstjóra. Stórt menningarmál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn