„Mér finnst gott að búa í Reykja­vík og kvarta svo sem ekki oft yfir því að borga hæsta út­svar lands­ins. En ég held að það væri góð hug­mynd að starfs­menn borg­ar­inn­ar myndu nú setj­ast aðeins niður og velta því fyr­ir sér smá­stund hvort þeir væru til­bún­ir að borga þess­ar upp­hæðir fyr­ir svona verk ef pen­ing­arn­ir kæmu úr þeirra eig­in vasa. Það virðist nefni­lega alltaf aðeins auðveld­ara að vera rausn­ar­leg­ur þegar sýslað er með annarra manna fé.