fbpx
Sunnudagur 27.september 2020
Eyjan

Síðasta vaxtalækkun Seðlabankans í bili?

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 11:30

Hús Seðlabankans við Kalkofnsveg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seðlabankinn tilkynnti í morgun að stýrivextir bankans yrðu lækkaðir um 0,25%. Vextirnir verða því 3,0% og hafa ekki verið lægri frá því að verðbólgumarkmið var tekið upp árið 2001.

Í Korni Íslandsbanka segir að lesa megi úr tikynningu Seðlabankans að um sé að ræða síðustu vaxtalækkunina í bili.

Stýrivextir hafa nú lækkað um 1,50% frá áramótum, þar af um 0,75% frá því nýr Seðlabankastjóri tók við um miðjan ágúst. Útlit er þó fyrir að þetta verði síðasta vaxtalækkunarskref bankans í bili. Spár höfðu ýmist hljóðað upp á óbreytta vexti eða lækkun og höfðum við spáð lækkun vaxta líkt og raunin varð.

Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir m.a.:

„Vextir bankans hafa verið lækkaðir um 1,5 prósentur frá því í vor og eiga áhrif þess enn eftir að koma fram að fullu. Lækkun vaxta hefur stutt við eftirspurn og miðað við spá bankans ætti núverandi vaxtastig að duga til að tryggja verðstöðugleika til meðallangs tíma og fulla nýtingu framleiðsluþátta.“

Lesa má úr tilkynningunni að allar líkur eru á að þetta sé síðasta vaxtalækkun bankans í bili, eða allt til loka ársins 2020

Spá minni hagvexti

Ný þjóðhagsspá Seðlabankans, sem birt var í Peningamálum í morgun, gerir ráð fyrir versnandi hagvaxtarhorfum á síðari hluta þessa árs miðað við síðustu spá. Ástæðuna má fyrst og fremst rekja til verulegs samdráttar í vöruútflutningi á þriðja ársfjórðungi. Hagvöxtur hafi þó verið meiri á fyrri hluta árs en spáð var og er því gert ráð fyrir 0,2% hagvexti á árinu öllu líkt og spá gerði ráð fyrir í ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjúkrahúsprestur Þjóðkirkjunnar: „Kirkjan ekki tekið neina afstöðu til dánaraðstoðar“

Sjúkrahúsprestur Þjóðkirkjunnar: „Kirkjan ekki tekið neina afstöðu til dánaraðstoðar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Nokkur spjót standa á Dóru Björt fyrir ummælin um Eyþór og miðbæinn á Selfossi

Nokkur spjót standa á Dóru Björt fyrir ummælin um Eyþór og miðbæinn á Selfossi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tommi opnar sig um framboðið – „Ég skal viðurkenna að ég hef enga reynslu“

Tommi opnar sig um framboðið – „Ég skal viðurkenna að ég hef enga reynslu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður segir óveðursskýin vofa yfir þjóðinni

Sigurður segir óveðursskýin vofa yfir þjóðinni