fbpx
Mánudagur 03.ágúst 2020
Eyjan

Sólveig Anna krefst þess að Gissur verði rekinn – „Grimmilegir fordómar og kaldlyndi“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 19:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar hefur ásamt Agnieszku Ewu Ziólkowska, varaformanni Eflingar, sent frá sér yfirlýsingu vegna „svívirðilegra ummæla ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins, Gissurar Péturssonar“.

Sólveig greinir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni. Þar segir hún að ummælin lýsi óþolandi og óllíðandi viðhorfi gagnvart verkafólki af erlendum uppruna. „Ráðuneytisstjórinn tók þátt í pallborðsumræðum í Háskóla Íslands síðasta föstudag þar sem umræðuefnið var fólksflutningar og aðbúnaður fólks af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði.“

Sólveig segir að við þetta tækifæri hafi Gissur opinberað sína afstöðu „sem ekki er hægt að skilja öðruvísi en litaða af grimmilegum fordómum og kaldlyndi gagnvart því fólki sem hingað hefur komið til að knýja áfram hjól atvinnulífsins, oft á ömurlegum launum og við erfiðar aðstæður.“

„Gissur sagði meðal annars að það væri kostur hversu auðvelt væri að losa sig við erlent vinnuafl og að erlent vinnuafl nennti ekki að læra íslensku og því vlri til lítils að setja peninga í að kenna þeim tungumálið. Sem forrystukonur í félagi sem telur 15.000 félagsmenn af erlendum uppruna finnum við til reiði og hneykslunar við að verða vitni af svona ömurlegu viðhorfi.“

Hún segir þetta ekki vera í fyrsta skipti sem starfsfólk Eflingar verði vitni að „kaldlyndi og skeytingarleysi“ Gissurar þegar kemur að örlögum og lífsskilyrðum aðflutts vinnuafls. Í lokin segir að þær Sólveig og Agnieszka krefjist þess að félags- og barnamálaráðherra víki Gissuri úr starfi.

„Því getum við ekki komist að annarri niðurstöðu en þeirri að ráðuneytisstjóri sé algjörlega óhæfur til að sinna starfi sínu og því krefjumst við þess að Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra, axli ábyrgð á manni sem starfar í hans umboði og láti hann víkja. Allur sá mikli fjöldi fólks sem hingað hefur komið til að starfa á betra skilið en að maður sem haldinn er slíkum fordómum fari um í samfélaginu í skjóli ráðherra og lítilsvirði framlag þeirra til íslensks samfélags.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Ingi sér rautt yfir Sigmundi Davíð – Lilja sögð stefna á formannsstól

Sigurður Ingi sér rautt yfir Sigmundi Davíð – Lilja sögð stefna á formannsstól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sláandi frétt CBS um „vænissjúkan“ sendiherra á Íslandi – Vill byssu, brynvarðan bíl og stunguvesti

Sláandi frétt CBS um „vænissjúkan“ sendiherra á Íslandi – Vill byssu, brynvarðan bíl og stunguvesti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rio Tinto kvartar til Samkeppniseftirlitsins

Rio Tinto kvartar til Samkeppniseftirlitsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir harðlega afskipti af Lífeyrissjóði verslunarmanna: „Grafið undan lífeyrissjóðum“

Gagnrýnir harðlega afskipti af Lífeyrissjóði verslunarmanna: „Grafið undan lífeyrissjóðum“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ragnar Þór stendur við yfirlýsinguna um að Lífeyrissjóður verslunarmanna taki ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair

Ragnar Þór stendur við yfirlýsinguna um að Lífeyrissjóður verslunarmanna taki ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Gunnar Smári sendir stjórnendum Icelandair væna pillu – „Þetta getur því ekki endað nema illa“

Gunnar Smári sendir stjórnendum Icelandair væna pillu – „Þetta getur því ekki endað nema illa“