fbpx
Laugardagur 30.maí 2020
Eyjan

UNESCO vill skýringar á köfunum í Silfru

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. október 2019 07:58

Frá Þingvöllum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jónas Haraldsson, lögmaður, gagnrýnir harðlega umsvif og ágang köfunarfyrirtækja við gjána Silfru í miðjum Þingvallaþjóðgarðinum en þjóðgarðurinn er á heimsminjaskrá UNESCO. Jónas leitaði svara við málinu hjá formanni Þingvallanefndar, Ara Trausta Guðmundssyni, og sendi síðan kvörtun til heimsminjaskrárinnar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Þar kemur fram að Mechtild Rössler, forstjóri Heimsminjaskrifstofunnar, hafi sent íslenskum stjórnvöldum bréf í september þar sem óskað var eftir skýringum á þessu. Bréfið var lagt fram á fundi Þingvallanefndar þann 25. september síðastliðinn. Á fundinum var ákveðið að fela þjóðgarðsverið að vinna drög að svörum við bréfi Heimsminjaskrifstofunnar.

Í kvörtun Jónasar rekur hann hversu umfangsmikil starfsemi köfunarfyrirtækja sé á svæðinu. Þau séu með salerni, stálpall, bílaflota og allskonar búnað sem valdi sjónmengun fyrir gesti þjóðgarðsins og álagi á lífríki Silfru sem hafi látið stórlega á sjá. Þar vísar hann til rannsóknar sem var gerð árin 2014 og 2015.

„Niðurstöður þessarar rannsóknar hafa algjörlega verið hunsaðar af stjórn þjóðgarðsins því þetta myndi þýða bann á alla köfun í gjánni Silfru sem valda myndi þjóðgarðinum tekjutapi.“

Segir í bréfi Jónasar til UNESCO.

Fréttablaðið náði ekki tali af Ara Trausta í gær vegna annríkis hans. í tölvupósti til Jónasar um miðjan ágúst útskýrði Ari afstöðu sína til málsins.

„Við erum ósammála um hvort leyfa skuli virknina við og í Silfru og þar með líka um hvort að hún ógni veru þjóðgarðsins á Heimsminjaskránni eður ei. Lít á hana sem nægilega örugga eftir úttekt og sérfræðivinnu EFLU, endurbætur (sem skila sér í skrefum) og þolmarkagreiningu plús eftirlit með framkvæmdum næstu ára og áhrifum virkninnar.“

Skrifaði Ari meðal annars og sagðist líta á starfsemina eins og einstaka náttúruupplifun, ekki ósvipaða og heimsóknir í Raufarhólshelli, Þríhnúkahelli og fleiri staði á friðuðum eða ófriðuðum landsvæðum svo lengi sem takmörkunum á ýmsum stigum aðgengis og framkvæmda er haldið innan sjálfbærra marka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Vilja skapa 200 störf – Viðbótarfjárfestingar allt að sex milljarðar

Vilja skapa 200 störf – Viðbótarfjárfestingar allt að sex milljarðar
Eyjan
Í gær

Landsvirkjun boðar nýjung í framleiðslu sinni – „Enn fátíð í heiminum“

Landsvirkjun boðar nýjung í framleiðslu sinni – „Enn fátíð í heiminum“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kristján Þór óvinsælasti ráðherrann samkvæmt Gallup

Kristján Þór óvinsælasti ráðherrann samkvæmt Gallup
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vigdís ósátt: „Þessi tillaga snýst um að hægt verði að bjarga mannslífum“

Vigdís ósátt: „Þessi tillaga snýst um að hægt verði að bjarga mannslífum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Baráttan um Bessastaði – Óvænt úrslit í netkönnun DV

Baráttan um Bessastaði – Óvænt úrslit í netkönnun DV
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Telur hugmynd stjórnvalda vonda -„Má spyrja sig hvort það sé til lengdar skyn­sam­legt“

Telur hugmynd stjórnvalda vonda -„Má spyrja sig hvort það sé til lengdar skyn­sam­legt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í dag

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í dag
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur segist eiga stóra vopnageymslu af upplýsingum um starfsmenn RÚV

Guðmundur segist eiga stóra vopnageymslu af upplýsingum um starfsmenn RÚV