Fimmtudagur 14.nóvember 2019
Eyjan

Braskvæðing húsnæðis í borgum – en fyrir hvern eru borgir?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 3. október 2019 19:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Push heitir ein athyglisverðasta myndin sem er sýnd á kvikmyndahátíðinni Riff. Hún er býsna áhugaverð einmitt nú þegar braskfyririrtækið Gamma er að sigla í þrot – eftir að hafa svifið hátt á bólutíma á húsnæðismarkaði. Það var eftir að fjármálastofnanir reyndust býsna ótraustar í hruninu 2008 að spekúlantar ruddust inn á húsnæðismarkað með fjármagn í ákafri leit að ávöxtun.

Frá þessu segir í Push. Þetta er mynd um hvernig fjármálaöflin tóku yfir húsnæðismarkaðinn. Afleiðingin er húsnæðiskreppa um víða veröld. Ekki er litið á húsnæði sem nauðsyn, þak yfir höfuðið sem mannréttindi, heldur eru byggingar viðfang í gríðarlegu alþjóðlegu braski.

Þeir sem taka þátt í þessu eru alþjóðlegir fjárfestar, félög kaupa upp íbúðir í stórum stíl í engu nema gróðaskyni – það er svo undir hælinn lagt hvort einhver býr í þessum íbúðum – það er heldur ekki tilgangurinn. Í mörgum tilvikum eru þær ekki einu sinni leigðar út – fjárfestar frá Kína sem hafa keypt húsnæði víða um heim eru til dæmis mjög lítið fyrir að leigja út eignir sínar. Nágrannar hafa ekki hugmynd um hverjir eiga húsin og íbúðirnar – og þær standa oft auðar.

Gamma ætlaði að verða svo stórtækt að það lét sér ekki íslenska markaðinn nægja, heldur ætlaði að hasla sér völl í Bretlandi. Það er dálítið stór biti – ofmetnaður sem minnir á athæfi fjármálamanna fyrir hrun. Ekki er ólíkleg að það endi með opinberri rannsókn.

En Push minnir okkur á hvað þetta er helsjúkt ástand – samfélag sem er gegnsýrt af spákaupmennsku og braski, þar sem fjármagnið ryður öllu burt, og hefur í þessu tilviki stórskaðað borgir, venjulegir borgarar, sem er nauðsynlegir fyrir rekstur og viðgang borgarsamfélagsins, hafa ekki efni á að búa þar lengur. Og hvað er þá eftir? Fyrir hverja eru borgirnar?

Hér eru brot úr Push.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg leggur niður skólahald í Korpuskóla – „Skólahald breytist í norðanverðum Grafarvogi“

Reykjavíkurborg leggur niður skólahald í Korpuskóla – „Skólahald breytist í norðanverðum Grafarvogi“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kópavogsbær lækkar fasteignagjöld -„Fjárhagsstaða Kópavogsbæjar er sterk“

Kópavogsbær lækkar fasteignagjöld -„Fjárhagsstaða Kópavogsbæjar er sterk“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Davíð svarað: „Góð áminning um þau sérhagsmunaöfl sem standa að útgerð Morgunblaðsins“

Davíð svarað: „Góð áminning um þau sérhagsmunaöfl sem standa að útgerð Morgunblaðsins“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Davíð í stuði: „Risastórt andaglas“- „Vitleysingaspítali“ – „Rugl“ – „Stórskrípaleikur“

Davíð í stuði: „Risastórt andaglas“- „Vitleysingaspítali“ – „Rugl“ – „Stórskrípaleikur“