fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Vilja kanna lögmæti kirkjujarðasamningsins – Ein helsta forsenda aðskilnaðar ríkis og kirkju

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 28. október 2019 08:20

Agnes M. Sigurðardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samningur ríkis og kirkju frá árinu 1997, hið svonefnda kirkjujarðasamkomulag, skal metinn og rannsakaður af Ríkiendurskoðun, til að athuga hvort hann standist lög um opinber fjármál. samkvæmt tillögu undirnefndar fjárlaganefndar. Fréttablaðið greinir frá.

Einnig er lagt til að óskað verði efti minnisblaði um afstemmingu ráðuneytisins og Ríkisendurskoðunar á skuldastöðu ríkisins við kirkjuna vegna þeirrar eignartilfærslu á kirkjujörðum sem grundvallaðist á kirkjujarðasamkomulaginu, þar sem ríkið fékk jarðirnar gegn greiðslu launa presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar. Hefur ríkið greitt kirkjunni vel á fimmta tug milljarða yfir samningstímann.

Samningurinn var endurnýjaður með viðbótarsamkomulagi í september síðastliðinn, sem tekur til allra greiðslna úr ríkissjóði til þjóðkirkjunnar, að frátöldum sóknargjöldum, sem er um þrír og hálfur milljarður og er samningurinn ótímabundinn. Hægt er þó að endurskoða samninginn eftir 15 ár og kveðið er sérstaklega um að samningsaðilar geti ekki krafist breytinga á honum á grundvelli fjölgunar eða fækkunar meðlima þjóðkirkjunnar.

Samningurinn var ekki borinn undir Alþingi, samkvæmt svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Er hann sagður í umboði ríkisstjórnarinnar, en ljóst þykir að lagabreytingar þurfi til svo ákvæði hans öðlist gildi, en Alþingi þarf að samþykkja allar fjárveitingar með fjárlögum.

Undirnefnd fjárlaganefndar var skipuð í byrjun mánaðarins, sem gera á tillögur um innleiðingu ákvæða samningsins í fjárlög. Í nefndinni sitja Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Björn Leví Gunnarsson, Pírötum og Birgir Þórarinsson, Miðflokki. Í minnisblaði þeirra til fjárlaganefndar eru nefnd nokkur álitamál sem þarfnist útskýringa, en þar ber hæst…:

„…uppgjör þeirrar tilfærslu á eignum sem áttu sér stað árið 1907 og voru gerðar upp í kirkjujarðasamkomulaginu frá 1997. Um hvaða eignir var að ræða og hver er endanlegur kostnaður þess uppgjörs fyrir ríkið,“

samkvæmt Fréttablaðinu.

Þar má einnig finna gagnrýni á að greiðslurnar til kirkjunnar séu ekki sundurliðaðar og því ekki ljóst hvaða greiðslur eiga við hvaða jörð og hvaða greiðslur séu á forsendum verndarákvæðis stjórnarskrárinnar.

Ein forsenda fulls aðskilnaðar ríkis og kirkju er að samkomulagið verði gert upp og fellt úr gildi, sem vafalaust myndi fara dómstólaleiðina, þar sem þjóðkirkjan vill tæplega fara þá leið í ljósi fækkunar.

42 milljarðar frá 1998

Þjóðkirkjan er á fjárlögum og fékk um 5,5 milljarða króna frá skattborgurum landsins árið 2018. Þá munu framlög ríkisins til þjóðkirkjunnar aukast um 857 milljónir á næsta ári samkvæmt fjárlögum.

Í stjórnarskrá nýtur þjóðkirkjan stuðnings og verndunar ríkisvaldsins umfram önnur trúfélög. Kirkjujarðasamkomulagið fólst í yfirtöku ríkisins á um 600 jörðum, gegn greiðslu launa presta.

Frá því að samkomulagið tók gildi, árið 1998, hefur ríkið greitt þjóðkirkjunni samtals 42 milljarða króna, þar af eru um 40 milljarðar laun til presta, eða um tveir milljarðar á ári.

Fjöldi presta hér á landi telja um 140 manns.

Kallað eftir aðskilnaði

Þá hefur meirihluti almennings kallað eftir aðskilnaði ríkis og kirkju nánast samfleytt frá árinu 1993, í könnunum þess efnis. Í október 2018 voru 54 prósent Íslendinga hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup.

Í sömu könnun kom fram að þriðjungur þjóðarinnar bæri mikið traust til þjóðkirkjunnar, sem var fækkun um tíu prósentustig milli ára. Alls 39 prósent sögðust bera lítið traust til þjóðkirkjunnar.

Ánægjan með störf biskups hefur aldrei verið minni samkvæmt sömu könnun. Aðeins 14 prósent sögðust ánægð með störf biskups, en 44 prósent sögðust óánægð.

Sjá nánar: Ríkið hefur greitt kirkjunni 42 milljarða á 20 árum fyrir kirkjujarðir – „Ómögulegt“ að vita verðmætið

Sjá nánarHlutfall landsmanna í þjóðkirkjunni aldrei lægra en nú – Prestar þegið 40 milljarða í laun síðan 1998

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins