fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
Eyjan

Ingvar Sig og RÚV í flottustu sjónvarpsþáttaröð ársins

Egill Helgason
Föstudaginn 25. október 2019 20:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umtalaðasta sjónvarpsþáttaröðin þessa dagana er Succession, þættir um valdatafl og hjaðningavíg í ofurríkri fjölskyldu sem ræður yfir miklu fjölmiðlaveldi. Sumir telja sig sá ákveðin líkindi með þáttunum og fjölmiðlakónginum Rupert Murdoch. En þetta eru gríðarlega vel skrifaðir þættir, byggja á hröðum og snjöllum samtölum, vænum skammti af svikum, prettum og kaldhæðni.

Maður rekur augun í það í seríu númer 2 af Succession að hún byrjar á Íslandi. Ein aðalsöguhetjan, Kendall Roy, er að jafna sig eftir miklar hremmingar á heilsuhóteli á Íslandi. Mér sýnist það vera Ion hótel á Nesjavöllum.

Og þá birtist okkar ástsælasti leikari, Ingvar E. Sigurðsson – sem hefur auðvitað farið með hlutverk í fjölmörgum erlendum kvikmyndum. Kendall Roy er kallaður burt og svo kemur sena þar sem hann fer í sjónvarpsviðtal í sjálfu Ríkisútvarpinu í Efstaleiti. Það fær semsagt hlutverk í þáttaröðinni líka.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn segir bið í næsta Samherja-þátt – „Ég ætla ekki að tjá mig um það á þessu stigi og ætla að láta storminn aðeins lægja eftir þetta“

Þorsteinn segir bið í næsta Samherja-þátt – „Ég ætla ekki að tjá mig um það á þessu stigi og ætla að láta storminn aðeins lægja eftir þetta“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gunnar Bragi um svar Helga Seljan – „Ég leyfi mér hins veg­ar að glotta smá“

Gunnar Bragi um svar Helga Seljan – „Ég leyfi mér hins veg­ar að glotta smá“