fbpx
Laugardagur 11.júlí 2020
Eyjan

Urð og grjót með lægsta tilboðið í framkvæmdir við nýbyggingu Alþingis

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 23. október 2019 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilboð í jarðvegsframkvæmdir vegna nýbyggingar Alþingis við Vonarstræti voru opnuð hjá Ríkiskaupum í gær. Verkið var boðið út á Evrópska efnahagssvæðinu 12. september sl. og bárust fjögur tilboð frá innlendum aðilum. Þrjú tilboðanna voru innan kostnaðaráætlunar, sem nemur 74 milljónum króna.

Samkvæmt svari skrifstofu Alþingis við fyrirspurn Eyjunnar var það Urð og Grjót ehf., Ístak hf., Eykt ehf. og Íslenskir aðalverktakar hf. sem gerðu tilboð í verkið, en tilboð Urðar og grjóts var lægst eða tæpar 51 milljón, en tilboð Íslenskra aðalverktaka var of hátt.

  • Urð og grjót ehf. 50.975.000
  • Ístak hf. 55.241.415
  • Eykt ehf. 65.951.232
  • Íslenski aðalverktakar hf. 77.143.846

Tilboðin verða yfirfarin af Framkvæmdasýslu ríkisins og í framhaldinu verður ákvörðun tekin um hvaða tilboði verður tekið. Áætlað er að jarðvegsframkvæmdir hefjist í nóvember.

Nú er verið að fara yfir tilboð á vinnu við að setja steinklæðningu á ytra byrði byggingarinnar. Útboð fyrir vinnu við aðalbygginguna og tengiganga verða auglýst í júní 2020 og er gert ráð fyrir að uppsteypa byggingarinnar hefjist í september sama ár. Verklok eru áætluð í mars 2023.

Alþingisreiturinn svonefndi er á milli Kirkjustrætis, Vonarstrætis og Tjarnargötu. Í nýbyggingunni verða m.a. skrifstofur þingmanna, aðstaða þingflokka, nefnda og starfsmanna þeirra. Hingað til hefur sú starfsemi sem flyst í nýja húsið að mestu verið í leiguhúsnæði við Austurstræti. Byggingin verður um 6.000 fermetrar og í fjármálaáætlun eru áætlaðir 4,4 milljarðar króna til verkefnisins í heild.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kennir Sjálfstæðisflokknum um Káraklúðrið

Kennir Sjálfstæðisflokknum um Káraklúðrið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fangelsinu á Akureyri lokað til að nýta peningana betur annars staðar

Fangelsinu á Akureyri lokað til að nýta peningana betur annars staðar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Pútín birti grein í Morgunblaðinu

Pútín birti grein í Morgunblaðinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skera verður niður óþarfa kostnað vegna Covid-19 kreppunnar

Skera verður niður óþarfa kostnað vegna Covid-19 kreppunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar vill svör – „Á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin“

Ragnar vill svör – „Á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dvínandi stuðningur við ríkisstjórnina en þó meirihluti

Dvínandi stuðningur við ríkisstjórnina en þó meirihluti