fbpx
Laugardagur 11.júlí 2020
Eyjan

Óli Björn segir eitthvað mikið að í skipulagi Landspítalans – Meiri peningar munu ekki leysa vandann

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 23. október 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vandi Landspítalans er ekki aðeins fjárhagslegur heldur skipulagslegur og margt bendir til að spítalinn sé að taka að sér verkefni sem væru betur niðurkomin annars staðar, er inntakið í grein sem Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, birtir í Morgunblaðinu í dag.

Í grein sinni bendir Óli Björn á að fjárframlög ríkisins til Landspítala hafi stóraukist á undanförnum árum en engu að síður sé fjárhagsvandi hans árlegt viðfangsefni en oft gleymist í umræðinni það frábæra starf sem unnið er á spítalanum:

„Því miður er hægt að ganga að árlegum fréttum af fjárhagsvanda spítalans, biðlistum og lokun deila, með sömu vissu og sköttum og dauða. Jákvæðar fréttir – því þær eru margar enda unnin kraftaverk á hverjum degi á spítalanum – eru annaðhvort ekki sagðar eða þær kafna í neikvæðum fréttaflutningi. Þrátt fyrir vankanta og vandræði er heilbrigðisþjónustan á Íslandi ein sú besta sem þekkist í heiminum. Af ástæðum, sem ég skil ekki, finnst mörgum nauðsynlegt að draga upp allt aðra og dekkri mynd og sannfæra almenning um að flest sé í kalda koli og kerfið að hrynja.”

Óli Björn segir því næst að vandi Landspítalans virðist krónískur og ekki sé hægt að sætta sig við það. Segir hann sjúklinga líða fyrir þetta og óöryggi þeirra aukast.

Óli Björn bendir á aukin framlög ríkisins til spítalans:

„Framlög til Landspítalans hafa aukist verulega á undanförnum árum. Miðað við fjárlagafrumvarp verða þau liðlega 13,6 milljörðum hærri á næsta ári en 2016 fyrir utan 755 milljónir króna sem renna til reksturs Vífilsstaða. Þetta er aukning um 22%. Aukningin er tæplega þremur milljörðum meiri en samanlögð framlög til heilbrigðisstofnana úti á landi, á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi, Suðurlandi og Suðurnesjum.”

Eitthvað hljóti að vera að í kerfi sem glími við stöðugan rekstrarvanda þrátt fyrir sífellt auknar fjárveitingar. Að mati Óla Björns liggur vandinn ekki síst í ríkisvæðingu þjónustuþátta sem betur væru komnir hjá einkaaðilum:

„Það hefur ekki tekist að samþætta starfsemi Landspítalans við aðra þætti heilbrigðisþjónustunnar m.a. með því að nýta kosti einkaframtaksins þar sem það er hagkvæmt. Ríkisvæðing þjónustunnar hefur gert hana dýrari og óöruggari. Hagsmunum landsmanna – sem allir eru sjúkratryggðir – er ekki þjónað. Möguleikum heilbrigðisstarfsfólks fækkar og samkeppnishæfni íslenskra heilbrigðiskerfisinsverður verri.”

Í þessu samhengi bendi Óli Björn jafnframt á að hjúkrunarrými Landspítalans á Vífilsstöðum séu dýrar en rými á hjúkrunarheimilum.

Óli Björn álítur einnig ótækt að ekki sé sjálfstæði stjórn yfir Landspítalanum sem veiti stjórnendum spítalans eðlilegt aðhald. Starfandi er ráðgjafarnefnd Landspítalans en hún ber ekki ábyrgð á rekstrinum og kemur því ekki í stað virkrar stjórnar.

Óli Björn segir það ekki í boði að bregðast ekki við vanda Landspítalans. Vandinn virðist hins vegar ekki síður vera skipulagslegur en fjárhagslegur:

„Auðvitað ber að taka það alvarlega ef fjárhagsvandi Landspítalans stefnir öryggi sjúklinga í hættu. Gagnvart slíkum staðhæfingum getur enginn setið aðgerðalaus, allra síst yfirvöld heilbrigðismála eða fjárveitingavaldið – Alþingi. Þann vanda verður að leysa en það eru of margar vísbendingar um að vandinn sé ekki aðeins fjárhagslegur heldur einnig skipulagslegur. Fjármunirnir eru ekki að nýtast með þeim hætti sem eðlilegt er að krefjast.”

Meiri peningar leysa ekki vandann

Óli Björn segir að það eitt að setja meiri fjármuni í Landspítalann muni ekki leysa vanda hans. Allt skipulag stofnunarinnar þurfi að endurskoða og færa verkefni frá henni sem eiga heima annars staðar. Lokaorð greinarinnar eru eftirfarandi:

„Það er ekki markmið í sjálfu sér að auka útgjöld til heilbrigðismála. Markmiðið er og á alltaf að vera að auka lífsgæði landsmanna með góðri og öflugri heilbrigðisþjónustu. Skipulag kerfisins verður að mótast af því að mæta þörfum hinna sjúkratryggðu – allra Íslendinga – með hagkvæmum og skilvirkum hætti.”

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kennir Sjálfstæðisflokknum um Káraklúðrið

Kennir Sjálfstæðisflokknum um Káraklúðrið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fangelsinu á Akureyri lokað til að nýta peningana betur annars staðar

Fangelsinu á Akureyri lokað til að nýta peningana betur annars staðar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Pútín birti grein í Morgunblaðinu

Pútín birti grein í Morgunblaðinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skera verður niður óþarfa kostnað vegna Covid-19 kreppunnar

Skera verður niður óþarfa kostnað vegna Covid-19 kreppunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar vill svör – „Á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin“

Ragnar vill svör – „Á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dvínandi stuðningur við ríkisstjórnina en þó meirihluti

Dvínandi stuðningur við ríkisstjórnina en þó meirihluti