Mánudagur 20.janúar 2020
Eyjan

Succession – besta efnið í sjónvarpinu

Egill Helgason
Þriðjudaginn 22. október 2019 22:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er ekki vanur að ánetjast sjónvarpsþáttaröðum. Er mjög lélegur í hámhorfinu. Yfirleitt skortir mig þolinmæði, gefst upp í þætti tvö þegar ég fer að finna að hlutirnir muni dragast mjög á langinn. Ég á, kannski af gömlum vana, auðveldara með að lesa langar bækur. Þannig eru þær í rauninni ekki ýkja margar sjónvarpsþáttaraðirnar sem ég hef náð að horfa á alveg til enda: Breaking Bad – sem ég tel ennþá vera bestu sjónvarpsseríu allra tíma, Dostojevskí fyrir sjónvarp – Game of Thrones, The Man in the High Castle, Westworld, Taboo. Þessar koma fyrst í hugann – sjálfsagt eru þær eitthvað fleiri. En almennt kýs ég frekar að horfa á bíómyndir, tveggja tíma langar að meðaltali, en sjónvarpsseríur sem dragnast endalaust áfram.

En nú er ég dottinn í þáttaröð sem mér sýnist vera einhver sú allrabesta í sögu miðilsins. Succession heitir hún og fjallar um gamlan, ráðríkan og erfiðan karlskrögg, risastórt fjölmiðlafyrirtæki hans, börn hans og fjölskyldu, mikið ríkidæmi, stanslausa valdabaráttu, undirferli, svik og smjaður. Sagan gerist í New York, í heimi þar sem hinir ofurríku eru líkastir guðum, fljúga í þyrlum milli háhýsanna þar sem þeir ráða ráðum sínum, meðan almúginn er einhvers staðar á jörðu niðri.

Styrkur þáttanna liggur í feikilega vel skrifuðu handriti þar sem tilsvörin eru snjöll og hröð – það getur enginn verið fullkomlega einlægur í þessum heimi, allir eru að ota sínum tota, fela hugsanir sínar, eiga undankomuleið ef eitthvað fer úrskeiðis, flestir brynja sig kaldhæðni. Þetta er háðsádeila, vissulega, flestar persónurnar eru færar um að sýna af sér mjög ógeðfellda hegðun, en svo koma líka augnablik þar sem þær virka mannlegar eða jafnvel aumkunarverðar, líka sjálfur aðalhákarlinn, auðjöfurinn Logan Roy.

Aðalhöfundur Succession er Breti, Jessie Armstrong, hann er þekktastur fyrir þætti sem nefnast Peep Show en einnig fyrir að vera einn af höfundum hinnar kolsvörtu pólitísku þáttaraðar The Thick of It.  The Succession gerist í stjóru fjölmiðlaveldi. Það er varla tilviljun að Armstrong skrifaði einhvern tíma handrit sem fjallar um innbyrðis átök í veldi fjölmiðlakóngsins Ruperts Murdoch og innan fjölskyldu hans.

Það hefur verið sagt að The Succession sé undir áhrifum frá Lé konungi eftir Shakespeare. Þarna er gamall kóngur sem er farinn að ruglast, börnin hans vilja ýta honum burt en hann þráast við. Þótt ekki fljóti blóð er valdabaráttan jafn hörð og í Game of Thrones. En svo hefur líka verið bent á að þarna megi greina drætti úr sápuóperum eins og Dynasty. Altént er varla betra efni að hafa í sjónvarpi þessa dagana – en raunar er ég ekki kominn á nema þátt númer sjö í seríu eitt. Ætla að horfa áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Um 24 þúsund útlendingar búa í Reykjavík – Borgin hyggst bæta þjónustuna

Um 24 þúsund útlendingar búa í Reykjavík – Borgin hyggst bæta þjónustuna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ætla að endurskoða lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm

Ætla að endurskoða lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Seðlabankinn segir Má bera ábyrgð – Útilokar ekki bætur

Seðlabankinn segir Má bera ábyrgð – Útilokar ekki bætur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Samkomulagi náð í deilu SGS og SÍS – Sjáðu helstu atriði kjarasamningsins

Samkomulagi náð í deilu SGS og SÍS – Sjáðu helstu atriði kjarasamningsins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Samfylkingin bætir við sig fylgi – Miðflokkur fer niður

Samfylkingin bætir við sig fylgi – Miðflokkur fer niður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Morgunblaðið skýtur fast á umboðsmann skuldara

Morgunblaðið skýtur fast á umboðsmann skuldara