fbpx
Þriðjudagur 14.júlí 2020
Eyjan

Jón Trausti gagnrýnir Fréttablaðið harðlega – „Fræðimaður tuktaður á forsíðunni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 22. október 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Trausti Reynisson, annar ritstjóra Stundarinnar, gagnrýnir nýja ritstjórnarstefnu Fréttablaðsins og telur að forsíðufrétt blaðsins í dag sé skrifuð í anda hennar. Þar sé virtur fræðimaður tugtaður til fyrir að viðra skoðanir sína á afregluvæðingu. Þetta kemur fram í pistli Jóns Trausta á Stundinni.

Athygli vakti þegar nýráðinn ritstjóri Fréttablaðsins, Jón Þórisson, skilgreindi ritstjórnarstefnu blaðsins, í leiðara þess um síðustu helgi. Margir telja þessa nýútgefnu ritstjórnarstefnu blaðsins samrýmast mjög stefnu stjórnarmálaflokksins Viðreisnar. Hún er svona í endursögn og túlkun Jóns Trausta:

„Í fyrri ritstjórnarstefnu kom fram að blaðið legði áherslu á „að hafa sjálft ekki skoðun á neinu máli“. Nú kemur fram að „Fréttablaðið og miðlar þess aðhyllist alþjóðlegt samstarf Íslendinga á breiðum vettvangi og horft sé til þess að dýpka slíkt samstarf til framtíðar“. Auk þess sé „stefna fjölmiðla félagsins að halda uppi borgaralegum viðhorfum, víðsýni og frjálslyndi. Frelsi sé gert hátt undir höfði og hag neytenda haldið á lofti.“

Þetta hljómar ekki svo illa, frelsi, frjálslyndi og alþjóðasamstarf, en vandinn er að þetta hljómar frekar eins og stefna stjórnmálaflokks, til dæmis Viðreisnar, heldur en ritstjórnarstefna óháðs fjölmiðils sem kveður á um miðlun upplýsinga og umræðu til almennings.“

Jón Trausti gerir því síðan skóna að á grunni þessarar ritstjórnarstefnu sé hagfræðingurinn Gylfi Magnússon tugtaður til í forsíðufrétt blaðsins í dag en skjáskot af henni má sjá hér að neðan.

Viðbrögð Gylfa, sem er formaður bankaráðs Seðlabankans, við lagafrumvarpi um einföldun á samkepppnislöggjöf landsins, eru þar umfjöllunarefnið, en Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, gagnrýnir þau harðlega. Gylfi gagnrýndi frumvarpið og sagði að „blautir draumar fákeppnismógúla væru að rætast“ með því. Halldór Benjamín segir að svona orðbragð sæmi ekki formanni bankaráðs Seðlabankans – og því slær Fréttablaðið upp í forsíðufrétt.

Halldór Benjamín segir ennfremur við Fréttablaðið:

„Formaður bankaráðs verður að gæta þess að vegna stöðu hans er á hann hlustað, orð hans metin bæði hér á landi og erlendis. Það stendur upp á hann að skýra hvernig þetta samræmist stöðu hans og ég vænti þess að gengið verði eftir þeim skýringum.“

Fréttablaðið taki fræðimann í gegn fyrir að tjá skoðanir sínar

Jón Trausti bendir á að hingað til hafi bankaráðsmenn Seðlabankans geta viðrað skoðanir sína átölulaust. Hann veltir því fyrir sér hvort Fréttablaðið sé að ganga erinda fjármagnsafla sem vilji takmarka eftirlit með fjármálalífi og líkir þeim hugsunarhætti við viðhorfin sem hér ríktu fyrir hrun. Jón Trausti telur að þetta sé mikilvægt augnablik fyrir þróun og mótun íslensks samfélags:

„Fyrir dyrum hjá frjálslyndri og borgaralegri ríkisstjórn stendur að afnema yfir þúsund reglugerðir og einfalda samkeppnislög til að minnka hindranir í atvinnurekstri. Umræðan er jákvæð og heilt yfir gagnrýnislaus, enda málið flókið og afleiðingarnar óljósar á fyrstu stigum. Fræðimaður, sem hefur yfirburðarþekkingu á viðfangsefninu, varar við því að þetta muni ýta undir skaðlega viðskiptahætti. Í heilbrigðum aðstæðum á sér stað dýpri og frekari umræða um efnið. En þegar samfélagið er veikt fer umræðan að snúast um gagnrýnandann og reynt að jaðarsetja hann eða koma honum úr stöðu. Allt mjög borgaralegt á sinn hátt, en óheilbrigt fyrir umræðuna. Afleiðingin verður meðal annars sú að sumir fræðimenn forðast að tjá sig gagnrýnið, af ótta við að verða skotmörk í umræðunni, og við færumst nær því sem kallað er „hóphugsun“.“

Jón Trausti rifjar upp að fólk hafi verið jaðarsett og sakað um að tala niður krónuna sem gagnrýndi veika stöðu gjaldmiðilsins fyrir hrun. Þarna hafi sjúk hóphugsun verið ríkjandi. Hann telur að samfélagið þurfi að vera á varðbergi gagnvart slíkri hóphugsun núna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Meðalheildartekjur Íslendinga 573 þúsund á mánuði

Meðalheildartekjur Íslendinga 573 þúsund á mánuði
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjóri segir íslensku þjóðina ekki kunna gott að meta

Forstjóri segir íslensku þjóðina ekki kunna gott að meta
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Símon telur of langt gengið – Fangelsismálayfirvöld mega breyta dómum dómstóla

Símon telur of langt gengið – Fangelsismálayfirvöld mega breyta dómum dómstóla
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kennir Sjálfstæðisflokknum um Káraklúðrið

Kennir Sjálfstæðisflokknum um Káraklúðrið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skera verður niður óþarfa kostnað vegna Covid-19 kreppunnar

Skera verður niður óþarfa kostnað vegna Covid-19 kreppunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Steingrímur J. um þingslitin, Covid-19 og framhald sitt í pólitík

Steingrímur J. um þingslitin, Covid-19 og framhald sitt í pólitík
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur sagður haldinn andúð og hatri á þörfustu þjónustufyrirtækjunum

Dagur sagður haldinn andúð og hatri á þörfustu þjónustufyrirtækjunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar vill svör – „Á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin“

Ragnar vill svör – „Á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin“