Mánudagur 18.nóvember 2019
Eyjan

Björn Leví segir ummæli Eyþórs þvermóðskuleg og yfirlætisleg – „Klassísk flóttaleið þess sem hefur ekki svör“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 22. október 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, kemur flokksfélaga sínum Dóru Björt Guðjónsdóttur til varnar í færslu á Facebook vegna orðaskipta sem hún átti við Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðismanna í Reykjavík, í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun, líkt og Eyjan fjallaði um.

Sjá nánar: Dóra Björt sakar Eyþór um blákaldar lygar – „Átt að skammast þín fyrir að koma svona fram“

Dóra Björt sakaði Eyþór um lygar og óheiðarleika varðandi sýndarviðskipti sín við Samherja og Morgunblaðið, sem Stundin hafði áður fjallað um. Eyþór neitaði að eitthvað óeðlilegt væri við viðskipti sín og sagði Dóru Björt að skammast sín fyrir slíka framkomu í sinn garð.

Klassísk flóttaleið

Björn Leví gefur ekki mikið fyrir taktíkina hjá Eyþóri:

„Kannski eru eðlileg svör við þessum spurningum. Eins og er þá er erfitt að sjá að svo sé. Meiri upplýsingar gætu breytt einhverju en „skammastu þín“ eru ekki meiri upplýsingar. Það er klassísk flóttaleið þess sem hefur ekki svör.“

Björn segir það vissulega koma borginni við ef kjörinn fulltrúi sé að stunda sýndarviðskipti og gildi það einu þó þau séu stunduð við hagsmunaaðila eða ekki:

„Fjölmiðlar, fjórða valdið, fer með aðhaldshlutverk í samfélaginu. Fjölmiðlar spyrja óþægilegu spurninganna sem við þurfum að svara. Það er ekki svar að segja að aðrir verða að skammast sín, það er einfaldlega þvermóðskuleg og yfirlætisleg framkoma sem sæmir ekki kjörnum fulltrúum gagnvart því aðhaldi sem valdið þarf að svara gagnvart.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Svona búa Samherjar

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ágúst Ólafur ósáttur við að framlög séu ekki hækkuð til SÁÁ – Fór sjálfur í meðferð – „Þetta er ekki flokkspólitískt mál.“

Ágúst Ólafur ósáttur við að framlög séu ekki hækkuð til SÁÁ – Fór sjálfur í meðferð – „Þetta er ekki flokkspólitískt mál.“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilja ekki svara fyrirspurnum um mútugreiðslur né opna bókhaldið

Vilja ekki svara fyrirspurnum um mútugreiðslur né opna bókhaldið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu hvernig Bjarni Ben ætlar að koma í veg fyrir skattsvik

Sjáðu hvernig Bjarni Ben ætlar að koma í veg fyrir skattsvik
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Uppfært 16. nóv: Blaðamannafélagið stefnir Árvakri – Þetta eru verkfallsbrjótarnir

Uppfært 16. nóv: Blaðamannafélagið stefnir Árvakri – Þetta eru verkfallsbrjótarnir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Reykjavíkurborg segir Hagatorg ekki vera hringtorg – „Ekki endilega hringtorg þó að það liggi í hring“

Reykjavíkurborg segir Hagatorg ekki vera hringtorg – „Ekki endilega hringtorg þó að það liggi í hring“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Löggan mun sekta alla sem stoppa á eftir strætó – Boltinn hjá Reykjavíkurborg

Löggan mun sekta alla sem stoppa á eftir strætó – Boltinn hjá Reykjavíkurborg
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Svandís hitti starfsfólk Reykjalundar – „Byrjaðir að draga uppsagnir til baka“  

Svandís hitti starfsfólk Reykjalundar – „Byrjaðir að draga uppsagnir til baka“