fbpx
Fimmtudagur 02.júlí 2020
Eyjan

Áhangendur Davíðs Oddssonar óttast njósnir Samfylkingarinnar

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 22. október 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kosningar standa yfir um þessar mundir í Facebook-hópnum Davíð Oddsson og arfleifðin. 

Ástæðan fyrir kosningunum er sú að Samfylkingin óskaði eftir því að fá aðgang að Facebook-hópnum. Þetta kemur fram í færslu í hópnum.

„Samfylkingin hefur óskað eftir því að fá aðgang að síðunni okkar ,,Davíð Oddsson og arfleifðin“. Þessi óvænti áhugi liggur nú til athugunar hér á ritstjórn síðunnar en venja er að hleypa ekki hér inn félagasamtökum heldur aðeins einstaklingum sem eru raunverulega þeir sem þeir segja sig vera.“

Ákveðið var að boða til kosninga vegna fyrirspurnarinnar.

„Niðurstaða ritstjórnar er að boða hér með til ,,íbúakosningar“ að hætti Samfylkingarinnar þar sem þeir sem aðeins hafa áhuga á viðfangsefninu fá að taka þátt í kosningum og eru látnir vita af tilurð kosninganna.“

Kosningin mun standa yfir til 24. októbber 2019 og eru allir þeir sem nú eru aðilar að síðunni með kosningarétt.

„Í samræmi við kosnignar innan Evrópusambandsins og í samræmi við stefnu vinstri manna, áskilur ritstjórn sér rétt til að endurtaka kosningarnar þar til ,,rétt“ niðurstaða fæst. Afstaða ritstjórnar, sem í þessu tilviki er einnig kjörstjórn, er ekki látin uppi.“

„Samfylkingin er það versta sem hefur komið yfir okkur Íslendinga“

Þrátt fyrir að kosningunni sé ekki enn lokið þá liggja niðurstöður hennar nokkuð ljóst fyrir. Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 200 manns kosið gegn inngöngu Samfylkingarinnar en einungis 10 manns hafa kosið með.

Margir hafa tjáð sig um kosningarnar í athugasemdum við þær en flestir eru afar mótfallnir því að Samfylkingin fái inngang í hópinn.

„Nei takk, þessi síða er heilög! Þeir hafa gert nóg af því að valta yfir Davíð okkar á öðrum vetfangi!“

„Samfó á hvergi að hafa aðgang að einu né neinu.“

„Það rusl er allt sem Davíð okkar er ekki! Ekki hleypa þessu inn!“

„Samfylkingin er það versta sem hefur komið yfir okkur Íslendinga.“

„Ég segi nú bara eins og Konungur Oddsson: Samspillingin!“

Þó eru einhverjir á því að Samfylkingin eigi að fá að ganga í hópinn enda gæti það ýtt undir meiri og fjölbreyttari umræðu.

„Það skapar fjöruga umræðu að fá þá í hópinn.“

„Virðum öll sjónarmið. Samfylkingin fær aðgang. Annað er heilaþvottur.“

Ragnar Önundarson, fyrrverandi bankastjóri, tjáir sig einnig um kosningarnar í athugasemdunum. Hann segir hópinn ekki vera vettvang fyrir deilur og því eigi pólitískir andstæðingar ekki erindi í hópinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Þór – „Máli Kristjáns Þórs er ekki lokið“

Jón Þór – „Máli Kristjáns Þórs er ekki lokið“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Utanríkisþjónustan leggur atvinnulífinu lið

Utanríkisþjónustan leggur atvinnulífinu lið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hér á ég heima

Hér á ég heima
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jórturleður hefur kostað Reykjavíkurborg rúmar 19 milljónir síðan 2018

Jórturleður hefur kostað Reykjavíkurborg rúmar 19 milljónir síðan 2018