fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Almannatengill um orðspor stjórnsýslu Íslands -„Flögguð sem vandamál og talin til marks um viðvaningshátt“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 21. október 2019 09:41

Ingvar Örn. Mynd Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingvar Örn Ingvarsson er framkvæmdastjóri alþjóðlegu almannatengslastofunnar Cohn & Wolfe á Íslandi. Hann segir við Morgunblaðið í dag að sú ákvörðun FATF, alþjóðlegs starfshóps um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka að setja Ísland á gráan lista þar sem ekki hafi verið gert nægjanlega mikið til að bregðast við ábendingum starfshópsins síðan í fyrra, muni vafalaust valda Íslandi einhverskonar tjóni. Ekki verði endilega litið til Íslands sem einhverskonar miðstöð peningaþvættis, heldur muni stjórnsýslan frekar bíða álitshnekki:

„Þeir sem stýra beinni erlendri fjárfestingu hjá stórum sjóðum eru með ýmsa landstengda áhættuþætti á sínum athugunarlistum og þar myndu FATF-mistökin klárlega vera flögguð sem vandamál og talin til marks um viðvaningshátt.“

Þá nefnir Ingvar einnig önnur mál sem bera stjórnsýslunni slæmt vitni:

„Má þar nefna ófáa dóma Mannréttindadómstólsins varðandi t.d. málfrelsi blaðamanna og mál tengd hruninu, að ógleymdu landsréttarmálinu og tveimur seðlabankamálum, annars vegar gegn Samherja og hins vegar Ara Brynjólfssyni blaðamanni.“

Minnst 100 milljón manns lásu um Ísland

Ingvar segir einnig að erfitt sé að mæla hversu mikið orðsporstjón Íslands verður vegna neikvæðrar umfjöllunar í fréttamiðlum erlendis, en að sögn Ingvars var fjallað um málið á Bloomberg, Wall Street Journal og MSN um helgina, sem þýði að minnst 100 milljón manns lásu um Ísland og gráa listann:

„Og eins og flestir vita þá er það meira spennandi frétt að velmegandi Evrópuríki skuli hafa komist á gráa listann, en það verður þegar Ísland verður tekið af listanum.“

Ingvar segir einnig að samkvæmt reglu almannatengslafræðinga sé alltaf mun betra og ódýrara að fyrirbyggja vandamálin heldur en að laga laskað orðspor eftir að skaðinn sé skeður.

Aðspurður hvort hægt sé að „spinna“ málið Íslandi í hag, segir hann að þá þyrfti að kortleggja umræðuna, laga það sem upp á vanti í stjórnsýslunni og síðan miðla réttum upplýsingum til réttra miðla, til dæmis um hvað Ísland standi fyrir, þrátt fyrir þessa yfirsjón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn