Mánudagur 18.nóvember 2019
Eyjan

Jóhanna: „Þjóðin hefur nú verið svikin af stjórnvöldum“

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 19. október 2019 13:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra Samfylkingarinnar, segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag að núverandi stjórnvöld ætli einnig að svíkjast um að veita þjóðinni þá stjórnarskrá sem hún eigi skilið síðan þjóðaratkvæðisgreiðslan um tillögur stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá fór fram, fyrir sjö árum síðan.

Þjóðin hefur nú verið svikin af stjórnvöldum um þessa nýju stjórnarskrá í sjö ár. Núverandi ríkisstjórn virðist ekki ætla að færa þjóðinni þá heilsteyptu stjórnarskrá sem fólkið bíður enn eftir. Kannski á að samþykkja lítinn hluta hennar á þessu kjörtímabili m.a. um þjóðareign á landi. Hætta er á með Sjálfstæðisflokkinn við stjórnvölinn verði valinn lægsti samnefnari og haldlítið auðlindaákvæði,“

segir Jóhanna. Hún nefnir að ef nýja stjórnarskráin hefði verið samþykkt á sínum tíma, hefði betur verið tekið á þeim ýmsu spillingarmálum sem upp hafa komið síðan:

„Tillögur stjórnlagaráðs vöktu athygli víðsvegar um heim fyrir lýðræðislegt ferli og þær endurspegluðu raunar nýtt Ísland. Leiða má að því líkum að þær hefðu breytt ýmsu í þjóðfélaginu m.a. í þeim spillingarmálum, sem upp hafa komið síðustu árin, hefðu þær komist til framkvæmda.“

Hún rifjar einnig upp framgang Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í kjölfar þjóðaratkvæðisgreiðslunar og ber þeim ekki vel söguna, segir þá hafa troðið lýðræðið undir:

„Tilraun ríkisstjórnar minnar seinni hluta kjörtímabilsins til að lögfesta þennan nýja samfélagssáttmála sem þjóðin sjálf átti svo mikinn þátt í að skapa,mistókst. Ekki vegna þess að vilja vantaði hjá ríkisstjórninni, heldur vegna heiftúðugrar og óbilgjarnar stjórnarandstöðu, sérstaklega Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þeir svifust einskis í nær fordæmalausu málþófi og beittu öllum brögðum til að koma í veg fyrir að nýr samfélagssáttmáli, sem samþykktur hafði verið með tveim þriðju hluta greiddra atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu, næði fram að ganga. Lýðræðið var fótum troðið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Svona búa Samherjar

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ágúst Ólafur ósáttur við að framlög séu ekki hækkuð til SÁÁ – Fór sjálfur í meðferð – „Þetta er ekki flokkspólitískt mál.“

Ágúst Ólafur ósáttur við að framlög séu ekki hækkuð til SÁÁ – Fór sjálfur í meðferð – „Þetta er ekki flokkspólitískt mál.“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilja ekki svara fyrirspurnum um mútugreiðslur né opna bókhaldið

Vilja ekki svara fyrirspurnum um mútugreiðslur né opna bókhaldið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu hvernig Bjarni Ben ætlar að koma í veg fyrir skattsvik

Sjáðu hvernig Bjarni Ben ætlar að koma í veg fyrir skattsvik
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Uppfært 16. nóv: Blaðamannafélagið stefnir Árvakri – Þetta eru verkfallsbrjótarnir

Uppfært 16. nóv: Blaðamannafélagið stefnir Árvakri – Þetta eru verkfallsbrjótarnir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Reykjavíkurborg segir Hagatorg ekki vera hringtorg – „Ekki endilega hringtorg þó að það liggi í hring“

Reykjavíkurborg segir Hagatorg ekki vera hringtorg – „Ekki endilega hringtorg þó að það liggi í hring“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Löggan mun sekta alla sem stoppa á eftir strætó – Boltinn hjá Reykjavíkurborg

Löggan mun sekta alla sem stoppa á eftir strætó – Boltinn hjá Reykjavíkurborg
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Svandís hitti starfsfólk Reykjalundar – „Byrjaðir að draga uppsagnir til baka“  

Svandís hitti starfsfólk Reykjalundar – „Byrjaðir að draga uppsagnir til baka“