fbpx
Þriðjudagur 11.ágúst 2020
Eyjan

Gömul gróðurvin og horfin hús

Egill Helgason
Laugardaginn 19. október 2019 21:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi fallega ljósmynd sýnir garðinn sem ýmist er kallaður Fógetagarður eða Víkurgarður – ég man reyndar eftir hvorugu nafninu úr æsku minni – á sjöunda áratugnum. Myndin er tekin fyrir 1969, því þá voru Uppsalir rifnir – það glittir í þetta stórhýsi úr timbri bak við gróðurinn. Uppsalir voru látnir víkja í algjöru tilgangsleysi til að rýma fyrir stórri bílabraut sem átti að liggja gegnum borgina. Hún kom aldrei sem betur fer.

Við sjáum að garðurinn er vaxinn alls kyns gróðri, eitthvað af því hefur ábyggilega átt rætur að rekja til skrúðgarðs Schierbecks læknis sem þarna var fyrir aldamót. Hann var einna fyrstur manna til að hafa trú á því að tré og blómgróður gæti dafnað á Íslandi.

Bak við húsið er svo Aðalstræti 16. Það er líka horfið en form úr því hafa að einhverju leyti verið innlimuð í klastrið sem er að finna á horni Aðalstrætis og Túngötu, þar sem voru reistar hálfgildings eftirlíkingar af gömlum húsum sem stóðu við götuna. Minnir mig alltaf á Nikolaihverfið í Berlín, það er elsti bæjarhluti borgarinnar, og var endurreistur á tíma kommúnistastjórnarinnar, þó með þeim hætti að neðstu hlutar húsanna virka gamlir en efri hæðirnar eru plattenbau.

Garðurinn er þarna enn, en hann er ekki næstum því eins fallegur og á þessum tíma. Um tíma ríkti sú stefna í garðhönnun í Reykjavík að leggja skyldi mikla áherslu á breiðar stéttar og steinhlaðin upphækkuð blómabeð. Þetta hefur ekki elst vel – og vonandi bera menn gæfu til að gera þennan garð fallegan á nýjan leik í tengslum við endurbyggingu Landsímahússins. Maður óttast þó að svo verði ekki – mér er hann í barnsminni sem gróðurvin í borg sem annars skartaði ekki miklum gróðri.

Dæmi um það má sjá á annarri ljósmynd úr sama safni. Þarna er horft af óbyggðu Breiðholti yfir Elliðaárdal og Grafarvog á seinni hluta sjöunda áratugarins. Það er heldur kuldalegt um að litast þarna, þrátt fyrir að myndin sé greinilega tekin um hásumar og varla neinn snjór í fjöllum.

Myndirnar tók Ólafur Pálsson trésmiður – sonur hans Páll gaf mér leyfi til að birta þær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þungar ásakanir á Vegagerðina eftir ógilta samkeppni um brú yfir Fossvog – „Endanleg staðfesting á því hversu rotið þetta er“

Þungar ásakanir á Vegagerðina eftir ógilta samkeppni um brú yfir Fossvog – „Endanleg staðfesting á því hversu rotið þetta er“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Óli Björn mun ekki greiða atkvæði með skattahækkunum

Óli Björn mun ekki greiða atkvæði með skattahækkunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Staðan á vinstri vængnum: Vænlegir nýliðar og beðið eftir ákvörðun Rósu Bjarkar

Staðan á vinstri vængnum: Vænlegir nýliðar og beðið eftir ákvörðun Rósu Bjarkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yngstu þingmenn 21. aldarinnar á Íslandi – Tvö jafn gömul upp á dag þegar þau urðu þingmenn

Yngstu þingmenn 21. aldarinnar á Íslandi – Tvö jafn gömul upp á dag þegar þau urðu þingmenn