Mánudagur 18.nóvember 2019
Eyjan

Fréttablaðið birtir stefnuskrá – borgaralegt blað og alþjóðasinnað

Egill Helgason
Laugardaginn 19. október 2019 10:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Stjórn Torgs hefur samþykkt ritstjórnarstefnu fyrir blaðið og miðla þess. Þar segir að stefna fjölmiðla félagsins sé að halda uppi borgaralegum viðhorfum, víðsýni og frjálslyndi. Frelsi sé gert hátt undir höfði og hag neytenda haldið á lofti. Stjórnvöldum á hverjum tíma sé veitt aðhald á öllum sviðum og sama gildi um dómstóla. Fréttablaðið og miðlar þess aðhyllist alþjóðlegt samstarf Íslendinga á breiðum vettvangi og horft sé til þess að dýpka slíkt samstarf til framtíðar.“

Þetta segir í leiðara Fréttablaðsins í dag. Hann er skrifaður af Jóni Þórissyni, nýjum ritstjóra blaðsins við hlið Davíðs Stefánssonar. Þetta er dálítið merkileg lesning, það er ekki algengt á Íslandi að fjölmiðlar setji sér slíka stefnuskrá. Það rifjast reyndar upp að Þjóðviljinn kallaði sig „málgagn sósíalisma og þjóðfrelsis“, ef ég man rétt.

En við sjáum þarna að Fréttablaðið hyggst halda uppi „borgaralegum viðhorfum“. Í samhengi stjórnmála á norðurhveli þýðir þetta að blaðið verður heldur til hægri á hinum pólitíska ás. Því er ætlað að „gera frelsi hátt undir höfði“, og síðast en ekki sýst „aðhyllast alþjóðlegt samstarf“, auk þess sem „horft sé til þess að dýpka slíkt samstarf til framtíðar“.

Út úr þessu má lesa að blaðið sé hlynnt veru Íslands í EES og Nató – og verði jafnvel fylgjandi því að Ísland gangi í ESB. Öðruvísi er varla hægt að skilja það?

Jón Þórisson hefur ekki mikla reynslu í blaðamennsku, hann er lögfræðingur, en sest nú í ritstjórastól útbreiddasta dagblaðs á Íslandi. Hann er jafnframt einn af eigendum blaðsins, en aðaleigandinn verður nú Helgi Magnússon, fjárfestir og viðskiptajöfur. Hann hefur verið talinn einn bakhjarl stjórnmálaflokksins Viðreisnar – tíminn á eftir að leiða í ljós hvort Viðreisn hefur þarna eignast fjölmiðil sem styður flokkinn og talar máli hans. Það getur reynst dýrmætt í stjórnmálabaráttunni.

Sjónvarpsstöðin Hringbraut hefur nú sameinast Fréttablaðinu og má því ætla að slagkraftur þessa fjölmiðlaveldis verði býsna mikill. Sameiningin ætti að styrkja Hringbraut býsna mikið, það er að mörgu leyti ágæt sjónvarpsstöð, en hefur verið nokkuð hornreka.

Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir hverfa nú frá fjölmiðlarekstri. Þar er sögulegum kafla lokið í fjölmiðlasögunni. Baugsmálin svokölluðu gusu upp þegar Jón Ásgeir eignaðist Fréttablaðið og síðar Stöð 2. Þá reyndi Davíð Oddsson að setja hin sögufrægu fjölmiðlalög sem Ólafur Ragnar Grímsson neitaði að skrifa undir. Svo upplifði þjóðin fjármálabólu og hrun – og það hvernig Fréttablaðinu var beitt mjög eindregið fyrir vagn eigenda sinna. Það var ekki góður tími í sögu blaðsins. En þessar öldur hefur að mestu lægt – og síðustu árin hefur Fréttablaðið siglt nokkuð lygnan sjó hvað varðar efnistök og ritstjórnarstefnu.

En nú verður forvitnilegt að sjá hvert stefnir í þeim efnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Svona búa Samherjar

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ágúst Ólafur ósáttur við að framlög séu ekki hækkuð til SÁÁ – Fór sjálfur í meðferð – „Þetta er ekki flokkspólitískt mál.“

Ágúst Ólafur ósáttur við að framlög séu ekki hækkuð til SÁÁ – Fór sjálfur í meðferð – „Þetta er ekki flokkspólitískt mál.“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilja ekki svara fyrirspurnum um mútugreiðslur né opna bókhaldið

Vilja ekki svara fyrirspurnum um mútugreiðslur né opna bókhaldið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu hvernig Bjarni Ben ætlar að koma í veg fyrir skattsvik

Sjáðu hvernig Bjarni Ben ætlar að koma í veg fyrir skattsvik
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Uppfært 16. nóv: Blaðamannafélagið stefnir Árvakri – Þetta eru verkfallsbrjótarnir

Uppfært 16. nóv: Blaðamannafélagið stefnir Árvakri – Þetta eru verkfallsbrjótarnir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Reykjavíkurborg segir Hagatorg ekki vera hringtorg – „Ekki endilega hringtorg þó að það liggi í hring“

Reykjavíkurborg segir Hagatorg ekki vera hringtorg – „Ekki endilega hringtorg þó að það liggi í hring“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Löggan mun sekta alla sem stoppa á eftir strætó – Boltinn hjá Reykjavíkurborg

Löggan mun sekta alla sem stoppa á eftir strætó – Boltinn hjá Reykjavíkurborg
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Svandís hitti starfsfólk Reykjalundar – „Byrjaðir að draga uppsagnir til baka“  

Svandís hitti starfsfólk Reykjalundar – „Byrjaðir að draga uppsagnir til baka“