fbpx
Sunnudagur 20.september 2020
Eyjan

Helstu miðstöðvar peningaþvættis, ekki Ísland, heldur London og Manhattan

Egill Helgason
Föstudaginn 18. október 2019 16:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklega er það alveg rétt að Ísland þurfi að loka betur fyrir peningaþvætti. Og ýmislegt er óupplýst varðandi peningaþvætti fyrir og eftir hrun – upplýsist líkleg aldrei. Og jú, þetta er ábyggilega áfellisdómur yfir íslenskri stjórnsýslu eins og lesa má í fjölmiðlum. Það virðist þó ljóst að þetta snýst fyrst og fremst að formsatriðum hvað varðar innleiðingu reglna sem eiga að sporna við peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

En það er hlálegt að það skuli vera Bretar og Bandaríkjamenn sem þrýsta á um að Ísland sé sett á hinn gráa lista. Ragnar Önundarsson orðar það ágætlega:

„Ísland er eyja. Margar eyjar í Karabíska hafinu stunda peningaþvætti. Umsvifamestar í þessu eru samt tvær eyjar: Manhattan og Stóra-Bretland. Það er ekki það sama, Jón og séra Jón.“

Hér eru tenglar á greinar sem fjalla um hið stórfellda peningaþvætti sem er stundað gegnum Bretland þar sem er hefð fyrir því að sogist að skítugt fé úr öllum heimshlutum. Guardian – „Bretland í veikri stöðu gagnvart gríðarlegu peningaþvætti“. Wired – „Ný gögn sýna að fasteignabólan í London er hryllingssaga peningaþvættis“. Sky – „Bretar hafa snúið blinda auganu að peningaþvætti Rússa“. Economist – „Skítugt fé, fjármagnsflæðið í London er mengað af þvegnum peningum“.

Það er ekki þar með sagt að Íslendingar þurfi ekki að gera sitt til að innleiða reglur. En hræsnin stingur samt í augu. Og hér er ekki einungis átt við peningaþvætti, heldur er það frá þessum miðstöðvum fjármála að peningar flæða inn og út úr skattaparadísum.

Marinó Gunnar Njálsson segir í færslu á Facebook:

„En að Bandaríkjunum og Bretlandi. Fjármálafyrirtæki í þessum löndum hreinlega stjórna fjármálastarfsemi í flestum skattaskjólum í heiminum eða eru á öðrum enda viðskiptanna sem þar renna í gegn. Fjölmargar skýrslur og bækur hafa verið ritaðar um þá háttsemi. Innan landamæra þessara landa eru síðan skattaskjól, þar sem nánast ekkert fjármálaeftirlit viðgengst. Kannski líta stjórnvöld í Bretlandi ekki á City of London sem hluta af Bretlandi, enda hagar fjármálahverfið sér eins og það sé sjálfstætt ríki. Undir verndarvæng Bretlands eru síðan Ermasundseyjarnar Guernsey og Jersey og eyjan Mön á Írlandshafi. Í Bandaríkjunum er alræmdasta skattaskjólið Delaware fylki, en einnig má nefna Nevada. Stærstu peningaþvottavélar heims eru auk þess í kringum vopnaviðskipti sem stýrt er af bandarískum aðilum og jafnvel bandarískum stjórnvöldum. Peningaþvætti hefur verið stundað af mörgum fínustu ættum Bretlands í fleiri aldir.

Það er rosalega flott, að vera með fínar reglur um það hvernig kljást á við peningaþvætti. Þær eru hins vegar vita gagnslausar, þegar framkvæmdin er að líta með blinda auganu að þeim sem það stunda. Halda menn virkilega að norrænir bankar hafi verið þeir einu sem stundað hafi peningaþvætti í stórum stíl? EINA ástæðan fyrir því að komst upp um það peningaþvætti var að einhver kjaftaði frá. Sá einhver gerði það til að draga athyglina frá sínu fyrirtæki. Hafi norrænir bankar stundað þetta, þá hafa allir hinir gert það líka. Enda kom í ljós, að Deutsche bank var mikilvægur hlekkur í keðjunni. Mér finnst líklegt að DB hafi í reynd verið aðalleikarinn í fléttu sem notaði norrænu bankana sem milliliði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Katrín bregst við gagnrýninni – „Það eru 368 einstaklingar, fjölskyldur og börn sem hafa hlotið vernd hér á þessu ári“

Katrín bregst við gagnrýninni – „Það eru 368 einstaklingar, fjölskyldur og börn sem hafa hlotið vernd hér á þessu ári“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Meirihlutinn manni færri – Rósa Björk hætt í VG

Meirihlutinn manni færri – Rósa Björk hætt í VG
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Gunnhildur rífast – „Ég viðurkenndi ekki neitt“ – „Fake news“

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Gunnhildur rífast – „Ég viðurkenndi ekki neitt“ – „Fake news“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Páll segir egypska fjölskylduföðurinn vera „ósvíf­inn“ og Mogginn tekur undir – „Sam­tök­in eru viður­kennd öfga­sam­tök“

Páll segir egypska fjölskylduföðurinn vera „ósvíf­inn“ og Mogginn tekur undir – „Sam­tök­in eru viður­kennd öfga­sam­tök“