fbpx
Miðvikudagur 05.ágúst 2020
Eyjan

Tollgæslan treystir á hvolpasveit gegn peningaþvætti – „Endalausir möguleikar til notkunar á þessum skepnum“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 16. október 2019 09:26

Skjáskot af Youtube. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og Eyjan hefur greint frá kom Ísland ekki sérlega vel út í skýrslu fjármálaaðgerðarhópi ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, þar sem 51 aðfinnsla var gerð við stöðu mála hér á landi í þeim efnum. Enn á eftir að leysa úr sex þeirra og keppa stjórnvöld nú við tímann til að laga þau atriði, svo Ísland festist ekki á svörtum lista með óæskilegum þjóðum, sem mun gera bönkum á Íslandi erfitt fyrir í alþjóðlegum viðskiptum.

Sjá nánar: Var Ísland risavaxin peningaþvottastöð ? – Segir Bjarna ekki skilja samhengið – „Dálítið vandræðalegt“

Sjá nánar: Peningaþvætti í spilakössum á Íslandi að stórum hluta á ábyrgð ríkisins – Yfirvöld grípa í taumana

Hundar þefi upp peninga

Tollgæslan í Reykjavík hefur ráðið til sín sérþjálfaðan hund af labrador kyni til að nota í baráttunni gegn peningaþvætti. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag. Hundurinn hefur verið þjálfaður til að finna lykt af peningaseðlum, en hafði áður verið notaður til að finna fíkniefni og reyndist vel í þeirri baráttu.

Umsjón með þjálfun hundsins hefur Steinar Gunnarsson, lögreglufulltrúi á Sauðárkróki, en þar er starfrækt starfsstöð sem sinnir þjálfun hunda í löggæslu.

 „Lyktin af peningaseðlum fer ekkert á milli mála. Við vinnum með hundunum í nokkur misseri og við skipulagða þjálfun læra þeir fljótt hvar seðla er að finna, en þeir þurfa þá að vera í búntum og þar með allvænar upphæðir. Í brotastarfsemi er reiðufé oft haft um hönd og þá fjármunir, sem gjarnan eru faldir vandlega, þarf að finna vegna rannsóknar mála og til að stöðva skipulagða glæpastarfsemi. Í þeim efnum munu hundarnir koma í góðar þarfir,“

segir Steinar við Morgunblaðið og nefnir að þjálfunin sé ekki flókin sem slík. Þegar sé einn hundur tilbúinn úr þjálfun, en von sé á tveimur í viðbót:

„Menn hafa talað um að þjálfa hunda í leit að skotvopnum og lífsýnum. Það eru endalausir möguleikar til notkunar á þessum skepnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 1 viku

Fylgi Pírata og Framsóknarflokks eykst – Píratar næst stærstir

Fylgi Pírata og Framsóknarflokks eykst – Píratar næst stærstir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur segir Ólaf Helga jafn óhæfan í Vestmannaeyjum – „Virkilega neikvæð skilaboð sem væri verið að senda“

Hildur segir Ólaf Helga jafn óhæfan í Vestmannaeyjum – „Virkilega neikvæð skilaboð sem væri verið að senda“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sláandi frétt CBS um „vænissjúkan“ sendiherra á Íslandi – Vill byssu, brynvarðan bíl og stunguvesti

Sláandi frétt CBS um „vænissjúkan“ sendiherra á Íslandi – Vill byssu, brynvarðan bíl og stunguvesti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Margrét kemur Ragnari til varnar – „Lærdóm verði að draga af misvitrum fjárfestingum“

Margrét kemur Ragnari til varnar – „Lærdóm verði að draga af misvitrum fjárfestingum“