fbpx
Laugardagur 08.ágúst 2020
Eyjan

Samstarfsvettvangur um loftslagsmál og grænar lausnir breytist í Grænvang

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 16. október 2019 10:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Samstarfsvettvangs um loftslagsmál og grænar lausnir hefur samþykkt að formlegt nafn vettvangsins verði eftirleiðis Grænvangur á íslensku, en Green by Iceland á ensku. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður stjórnar Grænvangs segir gamla nafnið ekki hafa verið nægjanlega þjált:

„Þó svo að Samstarfsvettvangur um loftslagsmál og grænar lausnir sé mjög lýsandi fyrir það hlutverk sem okkur er ætlað að sinna, þá er það ekki mjög þjált í daglegri notkun. Við teljum að nafnið Grænvangur hafi aftur á móti alla burði til að festa sig í sessi. Eins þurftum við að finna gott, lýsandi nafn á ensku sem gæti hjálpað okkur að ná fótfestu erlendis. Green by Iceland er bæði lýsandi og vísar að sama skapi til Inspired by Iceland sem hefur reynst okkur afar vel í gegnum árin og er orðið þekkt á erlendum mörkuðum.“

Tveir nýir verkefnastjórar ráðnir til Grænvangs

Þá hefur Grænvangur einnig ráðið tvo verkefnisstjóra til starfa. Kamma Thordarson hefur verið ráðin sem verkefnisstjóri kynninga og Birta Kristín Helgadóttir sem verkefnisstjóri greininga frá og með 1. nóvember.

Kamma Thordarson útskrifaðist frá Sciences Po Paris með meistarapróf í annars vegar alþjóðasamskiptum með áherslu á orkumál og hins vegar blaða- og fréttamennsku. Hún stundaði einnig nám í kínversku við Kínverska háskólann í Hong Kong. Undanfarið ár hefur hún unnið á samskiptasviði Íslandsstofu þar sem hún hefur einkum sinnt verkefnum í vefgerð og samfélagsmiðlum. Hún hefur áður unnið hjá Iceland Encounter og Iceland Travel Assistance, auk þess að hafa sinnt starfsnámi hjá Sameinuðu þjóðunum.

Birta Kristín er með M.Sc. próf í umhverfis- og orkuverkfræði með áherslu á endurnýjanlega orkugjafa frá Háskóla Íslands. Í lokaverkefni sínu fjallaði hún um möguleg áhrif loftslagsbreytinga á vindorku á Íslandi og hlaut til þess styrk úr Orkurannsóknarsjóði Landsvirkjunar. Undanfarin ár hefur hún starfað sem ráðgjafi á fagsviði endurnýjanlegrar orku hjá EFLU verkfræðistofu. Hennar helstu verkefni hafa verið á sviði vindorku og þá einkum við frumhönnun, verkefnastjórnun, stefnumótun, skipulag og umhverfismál. Hún situr í stjórn félagsins Konur í orkumálum og stundar að auki skíðaþjálfun hjá Skíðadeild Ármanns.

Eggert Benedikt Guðmundsson, er nýráðinn forstöðumaður Grænvangs:

„Starf Grænvangs er óðum að taka á sig mynd og það er mikilvægt fyrir okkur að fá til okkar reynslumikið fólk sem nýtur trausts á sínu sviði til þess að takast á við þau stóru verkefni sem bíða okkar.“

Stofnfundur Grænvangs fór fram þann 19. september. Hlutverk hans er að efla samstarf atvinnulífs og stjórnvalda við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að kolefnishlutleysi árið 2040. Þá mun vettvangurinn einnig vinna með íslenskum fyrirtækjum að markaðssetningu grænna lausna á alþjóðamarkaði og styðja við orðspor Íslands sem leiðandi lands á sviði sjálfbærni.

Að samstarfsvettvanginum standa forsætisráðuneytið, umhverfis- og auðlindaráðuneytið, utanríkisráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið; Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samorka, Orkuklasinn, Viðskiptaráð Íslands, Bændasamtök Íslands, háskólar og Íslandsstofa, auk fjölda fyrirtækja. Samstarfsvettvangurinn er hýstur innan Íslandsstofu og vinnur í nánu samstarfi við hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Franklin opnar á þingframboð – „Tígrisdýrin breyta ekki röndunum á sér.“

Guðmundur Franklin opnar á þingframboð – „Tígrisdýrin breyta ekki röndunum á sér.“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ísland reiðubúið að styðja Líbanon eftir sprenginguna í Beirút

Ísland reiðubúið að styðja Líbanon eftir sprenginguna í Beirút
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Yngstu þingmenn 21. aldarinnar á Íslandi – Tvö jafn gömul upp á dag þegar þau urðu þingmenn

Yngstu þingmenn 21. aldarinnar á Íslandi – Tvö jafn gömul upp á dag þegar þau urðu þingmenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir Guðna vera forseta elítunnar

Segir Guðna vera forseta elítunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Ísland ekki stikkfrí í nýju köldu stríði

Segir Ísland ekki stikkfrí í nýju köldu stríði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lítil ásókn í húsnæðislán hjá lífeyrissjóðum

Lítil ásókn í húsnæðislán hjá lífeyrissjóðum