fbpx
Þriðjudagur 31.mars 2020
Eyjan

Furðulegar fabúleringar um Ísland og stórveldin

Egill Helgason
Miðvikudaginn 16. október 2019 21:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þær voru ansi skrítnar vangavelturnar sem birtust í Morgunblaðinu í dag – soðnar upp úr fyrirlestri Marc Lanteigne, dósents í stjórnmálafræði við Háskólann í Tromsö. Fyrirlesturinn var fluttur hér við Háskóla Íslands og þar var því haldið fram að Íslendingar þyrftu að velja milli Bandaríkjanna og Kína. Þetta var orðað með þessum hætti í fréttinni:

„Marc Lanteig­ne, dós­ent í stjórn­mála­fræði við Há­skól­ann í Trom­sö, fjallaði um tolla­stríð Kína og Banda­ríkj­anna í fyr­ir­lestri við Há­skóla Íslands. Stríðið geti haft víðtæk­ar efna­hags­leg­ar af­leiðing­ar. Íslend­ing­ar hafi ekki mik­inn tíma til stefnu til að velja hvoru stór­veld­inu þeir fylgi að mál­um í efna­hags­legu til­liti.“

Einnig var vitnað til Baldurs Þórhallssonar prófessors:

„Bald­ur Þór­halls­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Íslands, seg­ir Íslend­inga þurfa að end­ur­meta ut­an­rík­is­stefn­una. Út frá smáríkja­fræðum sé mik­il­vægt að Ísland hafi trygg­an skjólsveit­anda.“

Nú getur mönnum varla verði alvara með því að ræða um að Ísland gæti skipað sér í flokk með einræðisríkinu Kína, þótt á einhverjum sviðum megi komast að því að slíkt sé efnahagslega hagkvæmt. Þess er líka að gæta að Kína er hinum megin á hnettinum – þótt Kínastjórn reyni að þenja út sitt Belti og sína Braut um alla veröldina.

Ísland hefur líka sinn stað í veröldinni sem varla er að fara að breytast. Við erum aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu, þar tilheyrum við risastórum markaði og í gegnum þessa aðild tökum við upp alls kyns regluverk. Sem þjóð fylgjum við líka mestanpart evrópskum gildum um lýðræði og mannréttindi.

Síðan erum við í varnarbandalagi með vestrænum þjóðum í Nató. Þar ríkir vissulega ákveðin tortryggini vegna framgangs Bandaríkjastjórnar sem hefur alla tíð verið leiðandi í bandalaginu. Það er jafnvel rætt um að Donald Trump ógni alþjóðakerfinu sem Bandaríkin voru fremst ríkja í að byggja upp eftir stríð. En Trump verður varla eilífur í embætti – og af því leiðir tæplega að Íslendingar fari að leita á náðir Kínverja sem „skjólveitanda.“.

Þó má geta þess í framhjáhlaupi að þegar Össur Skarphéðinsson var utanríkisráðherra og reyndi af öllum mætti að koma Íslandi inn í Evrópusambandið, þá tókst það ekki, heldur endaði hann uppi með fríverslunarsamning við Kína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

28 þúsund manns á atvinnuleysisbótum – Uppsagnarhrina gengur yfir Ísland

28 þúsund manns á atvinnuleysisbótum – Uppsagnarhrina gengur yfir Ísland
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Áætlað tap ferðaþjónustunnar 260 milljarðar

Áætlað tap ferðaþjónustunnar 260 milljarðar