Mánudagur 18.nóvember 2019
Eyjan

Helgi Hrafn sparar ekki stóru orðin: „Ég held að maðurinn sé algjör fæðingarhálfviti“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 14. október 2019 12:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var í viðtali í þættinum Stóru Málin á Hringbraut.

Þar sagði Helgi að það hafi ekki átt að koma neinum á óvart hvað myndi gerast þegar hersveitir Bandaríkjamanna myndu yfirgefa landamærasvæði Tyrklands og Sýrlands.

Nú hafa hersveitir Tyrkja hafið innrás í Sýrland, þar sem Kúrdar eru með yfirráð, en mikið mannfall hefur orðið nú þegar vegna átakanna.

Helgi Hrafn sagði í þættinum að Trump væri fæðingarhálfviti því allir hefðu átt að sjá fyrir hvað myndi gerast þegar bandarískar hersveitir myndu yfirgefa svæðið.

„Það var alveg vitað hvað myndi gerast. Trump fer út úr Sýrlandi með herinn og Tyrkir ráðast inn. Var hann ekki að hlusta? Fékk hann ekki minnisblaðið? En málið með Trump, ég held að maðurinn sé algjör fæðingarhálfviti, afsakið orðbragðið. En ég held hins vegar að valdamiklir menn sem eru fæðingarhálfvitar, það er auðvelt að stjórna þeim af öðrum öflum. Pútín er ekki fáviti, hann er frekar snjall. Erdogan er heldur enginn vitleysingur. Þeir vita alveg hvernig þeir eiga að koma fram við fæðingarhálfvitann Trump til þess að fá hann til að gera það sem þeir vilja að hann geri.“  

Í kjölfarið sagði Helgi að Tyrkir hafi lengi viljað ráðast inn í Sýrland þar sem þeir líta á Kúrdana sem hryðjuverkamenn.

„Það sem mér finnst hins vegar einkenna sögu stríða almennt er hið vanmetna afl heimska, beinlínis hugsunarleysi. Svo kemur Trump með þetta dæmi, hann ætlar að fara þarna út og segja fólkinu í Miðausturlöndum að bara redda sér sjálft, eins og hann orðaði það meira eða minna sjálfur. Það vissu allir hvað myndi gerast. Það sögðu allir að Tyrkir ráðast þá þarna inn og taka yfir Kúrdanna, eins og þeir hafa viljað gera heillengi. Þeir líta á þessa Kúrda sem hluta af PKK, sem hryðjuverkamenn og fara ekkert í grafgötur með það. Þannig er bara orðræðan í Tyrklandi.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Svona búa Samherjar

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ágúst Ólafur ósáttur við að framlög séu ekki hækkuð til SÁÁ – Fór sjálfur í meðferð – „Þetta er ekki flokkspólitískt mál.“

Ágúst Ólafur ósáttur við að framlög séu ekki hækkuð til SÁÁ – Fór sjálfur í meðferð – „Þetta er ekki flokkspólitískt mál.“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilja ekki svara fyrirspurnum um mútugreiðslur né opna bókhaldið

Vilja ekki svara fyrirspurnum um mútugreiðslur né opna bókhaldið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu hvernig Bjarni Ben ætlar að koma í veg fyrir skattsvik

Sjáðu hvernig Bjarni Ben ætlar að koma í veg fyrir skattsvik
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Uppfært 16. nóv: Blaðamannafélagið stefnir Árvakri – Þetta eru verkfallsbrjótarnir

Uppfært 16. nóv: Blaðamannafélagið stefnir Árvakri – Þetta eru verkfallsbrjótarnir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Reykjavíkurborg segir Hagatorg ekki vera hringtorg – „Ekki endilega hringtorg þó að það liggi í hring“

Reykjavíkurborg segir Hagatorg ekki vera hringtorg – „Ekki endilega hringtorg þó að það liggi í hring“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Löggan mun sekta alla sem stoppa á eftir strætó – Boltinn hjá Reykjavíkurborg

Löggan mun sekta alla sem stoppa á eftir strætó – Boltinn hjá Reykjavíkurborg
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Svandís hitti starfsfólk Reykjalundar – „Byrjaðir að draga uppsagnir til baka“  

Svandís hitti starfsfólk Reykjalundar – „Byrjaðir að draga uppsagnir til baka“