Þriðjudagur 21.janúar 2020
Eyjan

Framígrip og rangfærslur í Silfrinu – „Þú verður að segja satt Þorsteinn“ – „Þetta er greinilega eitthvað sárt hjá mönnum“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 13. október 2019 18:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, var gestur Egils Helgasonar í Silfrinu í dag. Þar hélt hann því fram að fylgistap Sjálfstæðisflokksins megi að einhverju leiti skýra með því að flokkurinn sé orðinn of líkur Samfylkingunni.

Ásamt Þorsteini voru þingmennirnir Páll Magnússon, Guðmundur Andri Thorsson og Halldóra Mogensen í Silfrinu í dag þar sem meðal annars var rætt um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna, Uber, og nýjar skoðanakannanir á fylgi stjórnmálaflokkanna.

Fylgi flokkanna krufið

Eins og hefur komið fram undanfarna vikur þá mælist Miðflokkurinn nú þriðji stærsti flokkur landsins á meðan fylgi Sjálfstæðisflokks hefur verið í frjálsu falli, ef svo mætti komast að orði.

Egill spurði Pál Magnússon hvort það væri ekki svo að margir hafi yfirgefið Sjálfstæðisflokkinn undanfarið til að ganga til liðs við Miðflokkinn.

„Ég ætla ekki að gera lítið úr alvarleika þess hvað Sjálfstæðisflokkurinn mælist með lítið fylgi þessa daganna,“ sagði Páll. Hann segist þó ekki hafa áhyggjur af því að um varanlegt ástand sé að ræða.

„Það er talsverður hluti þjóðarinnar, ekki síst meðal Sjálfstæðismanna, sem er tortrygginn, eða var mjög tortrygginn út í þennan þriðja orkupakka. Ég held að sú umræða öll skýri mikið þá tilfærslu sem hefur orðið frá Sjálfstæðisflokk til Miðflokksins. Ég hef hins vegar ekki áhyggjur af þessu til lengri tíma því menn munu auðvitað sjá það þegar frá líður, eftir sex mánuði, tólf, átján og svo tuttugu og fjóra þegar kemur að kosningum að það gerðist ekkert með þriðja orkupakkann. Það varð engin tilfærsla á valdi, ekkert framsal á valdi, það kom enginn rafstrengur, það gerðist ekki neitt.“

Telur Páll að þegar kjósendum verði þetta ljóst þá muni Sjálfstæðismenn skila sér aftur heim í flokkinn.

Guðmundur Andri taldi eins ótímabært að líta á fylgi Miðflokksins líkt og það birtist í nýlegum skoðanakönnunum með varanlegum augum. „Þó svo þeir hafi í eitt skipti náð að mjaka sér fyrir ofan Samfylkinguna. Við skulum bara sjá hvað gerist í næstu könnunum. En það er ljóst að Miðflokkurinn hefur verið að stíga frá Klaustursatvikunum og hefur verið að rísa.“

Telur Guðmundur að fylgi Miðflokksins sé þó að rísa og megi kannski skýra það með því að sitjandi ríkisstjórn sé mynduð þvert á hefðbundna átaka ása og það geti valdið núningi innan bæði Sjálfstæðisflokknum og Vinstri Grænum en báðir flokkar hafi tapað fylgi undanfarið.

Er vandamálið að Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn of líkur Samfylkingunni? 

Þorsteinn viðraði þá hugmynd að eitt af vandamálum Sjálfstæðisflokksins í dag sé hversu líkur hans sé orðinn Samfylkingunni, hann hafi tekið upp stefnu sem fyrir nokkrum árum síðan hafi verið óhugsandi.

„Vandi Sjálfstæðisflokksins er  kannski sá hvað hann er orðinn líkur Samfylkingunni. Það er kannski svona vandamál..“

[„Nei það held ég ekki“ grípur Páll Magnússon frami í“]

Þorsteinn hélt áfram „Hann er orðinn skattlagningaflokkur og hann lætur teyma sig inn í ríkisstjórn þar sem er búið að sveifla heilbrigðiskerfinu í ríkissátt meira heldur en undanfarin á…

[Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eru andstæðu flokkarnir í íslenskum stjórnmálum svo því sé haldið til haga,“ greip Guðmundur Andri fram í og Páll Magnússon bætti umsvifalaust við „Þar getum við verið sammála“]

Þorsteinn: „…þannig að í sjálfu sér núna, og svo náttúrulega er Sjálfstæðisflokkurinn í þessari hvorki né ríkisstjórn þar sem að menn sammælast um lægst þröskuld í flestum málum. Ég hefði nú látið segja mér það tvisvar fyrir nokkrum árum síðan að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að fara að standa fyrir því að setja á sérstakan urðunarskatt og hækka erfðafjárskatt… Maður hefðu nú bara klórað sér í kollinum fyrir nokkrum árum og sagt…“

Þá greip Páll Magnússon frami í : „Þetta er einhver misskilningur hjá þér Þorsteinn, Sjálfstæðisflokkurinn er að LÆKKA erfðafjárskatt. Þú hefur lesið þetta eitthvað vitlaust“

„Þetta er greinilega eitthvað sárt hjá mönnum en OK,“ sagði þá Þorsteinn og lauk þá máli sínu

„Þú verður að segja satt Þorsteinn,“ sagði þá Páll. „Sjálfstæðisflokkurinn er að lækka erfðafjárskatt og hefur verið gagnrýndur fyrir það!“

 

 

Hvað segja lesendur, er það orðið fátt sem skilur á milli Sjálfstæðisflokk og Samfylkinguna? 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hitamálið Hálendisþjóðgarður – gæti orðið ríkisstjórninni mjög erfitt

Hitamálið Hálendisþjóðgarður – gæti orðið ríkisstjórninni mjög erfitt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurjón líkir Bjarna Ben við „gangster“ – „Einhverra hluta vegna kemst hann upp með allan fjárann“

Sigurjón líkir Bjarna Ben við „gangster“ – „Einhverra hluta vegna kemst hann upp með allan fjárann“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Samið til tveggja ára fyrir rúma 32 milljarða

Samið til tveggja ára fyrir rúma 32 milljarða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Elliði skýtur á Gísla Martein – Gísli hafði snjóflóðavarnir að háði

Elliði skýtur á Gísla Martein – Gísli hafði snjóflóðavarnir að háði