Þriðjudagur 12.nóvember 2019
Eyjan

Vill láta kanna störf og hagkvæmni Náttúrustofa Íslands

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 11. október 2019 12:15

Líneyk Anna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líneik Anna Sævarsdóttir, þingkona Framsóknar, mælti í gær á Alþingi fyrir tillögu til þingsályktunar um náttúrustofur. Með tillögunni er lagt til að komið verði á fót starfshópi til að meta reynsluna af starfi náttúrustofa og kannað hvort hagkvæmt sé að náttúrustofur taki formlega að sér fleiri svæðisbundin verkefni en þær hafa nú með höndum.

Fram kemur í greinargerð að átta náttúrustofur starfi dreift um landið og að auki hafi í sumum landshlutum byggst upp þekkingarsetur sem starfi á sviði náttúrufræða með stuðningi frá ríki og sveitarfélögum.

„Nú er mikil deigla í náttúru- og umhverfisvernd á Íslandi, m.a. vegna skuldbindinga og markmiða Íslands í loftslagsmálum og vaxandi nýtingar náttúrunnar í ferðamennsku og annarri atvinnuuppbyggingu,“

segir í greinagerð.

Einnig er rakið hvernig ríkið hefur dregið sig frá beinni aðild:

 „Fyrstu árin voru stofurnar reknar með beinni aðild ríkisins sem skipaði einn stjórnarmann en með lagabreytingu árið 2002 dró ríkið sig út úr beinni aðild að stofunum. Samningar voru gerðir um fjárframlög ríkisins til stofanna við sveitarfélögin sem eiga þær og reka. Frá árinu 2002 hefur smátt og smátt dregið úr tengslum náttúrustofa við umhverfis- og auðlindaráðuneytið þrátt fyrir að lesa megi úr umræðum á Alþingi og umfjöllun umhverfisráðherra þá og síðar að ætlunin hafi ekki verið að draga úr samvinnu við stofnanir ríkisins heldur að skýra rekstrarlega ábyrgð. Jafnframt hefur dregið úr fjárframlögum ríkisins til stofanna.“

Starfsemi náttúrustofa er sögð mikilvæg vegna þekkingaröflunar og vöktunar á náttúru Íslands en styrki líka byggðir og stuðli að samfélagslegri þekkingu á náttúruvísindum um land allt.

Meðflytjendur koma auk Framsóknar úr Vinstrihreyfingunni – grænu framboði, Samfylkingunni, Miðflokknum og Sjálfstæðisflokknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bretar sjá um loftrýmisgæslu NATO við Ísland

Bretar sjá um loftrýmisgæslu NATO við Ísland
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ágúst Ólafur sagður hafa hlaupið á sig – „Ég þooooli ekki svona stjórnmál“ – „Röng framsetning“

Ágúst Ólafur sagður hafa hlaupið á sig – „Ég þooooli ekki svona stjórnmál“ – „Röng framsetning“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Þar fór öndvegismaður“ – Sjálfstæðismenn minnast Birgis Ísleifs – Davíð rifjar upp gamansögu

„Þar fór öndvegismaður“ – Sjálfstæðismenn minnast Birgis Ísleifs – Davíð rifjar upp gamansögu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Íbúðalánasjóður úthlutar 3,2 milljörðum til húsnæðis um allt land

Íbúðalánasjóður úthlutar 3,2 milljörðum til húsnæðis um allt land
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Leigjendur eru ekki velkomnir í stjórnir húsfélaga Félagsbústaða“

„Leigjendur eru ekki velkomnir í stjórnir húsfélaga Félagsbústaða“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Akureyringar fá tvær heilsugæslur

Akureyringar fá tvær heilsugæslur