Mánudagur 11.nóvember 2019
Eyjan

Eru þetta skilaboð Jókersins?

Egill Helgason
Föstudaginn 11. október 2019 08:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hart er deilt um kvikmyndina Jókerinn sem sýnd er í kvikmyndahúsum um allan heim. Gagnrýnendur eru almennt ekki sérlega hrifnir, finnst myndin vera innantóm, kýnísk og boðskapurinn vafasamur. Þannig er myndin með 68 (af hundrað) að meðaltali hjá gagnrýnendum á vefnum Rotten Tomatoes – sem þýðir að þetta er mynd í meðallagi. Hjá Metacritic er talan 59.

En myndin rakar inn peningum, aðsóknin er gríðarleg,  og áhorfendur virðast upp til hópa hrifnir. Á vefnum IMDB, þar sem áhorfendur gefa sjálfir einkunnir, fær hún 9 af 10.

Um margt er rifist varðandi myndina, og þá ekki bara hvort hún sé góð, miðlungs eða slæm eða hvort Joaquin Phoenix leiki afar vel eða ofleiki skelfilega. Það er sagt að Jókerinn sé ein allsherjar hvatning til ofbeldis, að þarna séu fjöldamorð upphafin, og að þetta sé herhvöt til hægri öfgamanna, til þeirra sem hatist út í samfélagið – ellegar þá til vinstri öfgamanna.

Við sjáum ákveðinn skilning á Jókernum á myndinni hér að ofan sem birtist á vefsíðunni Jæja. Hún hallast mjög til vinstri. Útrýmum hinum ríku stendur þarna, með mynd af fólki með trúðagrímur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skiltin í bænum sögð ógna öryggi vegfarenda – „Þetta er hryllingur!“ – Stefnt að fjölgun

Skiltin í bænum sögð ógna öryggi vegfarenda – „Þetta er hryllingur!“ – Stefnt að fjölgun
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Seðlabankastjóri virkur í athugasemdum

Seðlabankastjóri virkur í athugasemdum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt félag keypti jörð með veiðirétti í Laxá í Aðaldal

Dularfullt félag keypti jörð með veiðirétti í Laxá í Aðaldal
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Leiðaraskrif mín í tvö dáin flokksblöð

Leiðaraskrif mín í tvö dáin flokksblöð