Þriðjudagur 12.nóvember 2019
Eyjan

Brynjar: „Þetta sérfræðingatal fer jafn mikið í taugarnar á mér og þetta svokallaða háskólasamfélag“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 11. október 2019 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, talar jafnan tæpitungulaust. Nú finnur hann að því hvernig hinir og þessir séu orðnir sérfræðingar í fjölmiðlum:

„Hef talsverðar áhyggjur af því hvað frjálslega er notað orðið sérfræðingur. Menn verða gjarnan sérfræðingar í því efni sem meistararitgerð úr háskóla fjallar um. Fjölmiðlar taka viðtöl við slíka nemendur eins og um vísindalegan sannleik sé að ræða.“

Brynjar tekur dæmi af ísbjarnadrápi:

„Nýútskrifaður lögfræðingur var sérfræðingur í heimskautarétti og í viðtali við fjölmiðla komst hann að því að ekki mætti undir nokkrum kringumstæðum drepa ísbjörn nema að hann væri að minnsta kosti búinn að rífa af þér annan fótinn.“

Að lokum fjallar Brynjar um álit sitt á háskólasamfélaginu, sem hann hefur oftar en einu sinni látið fara í taugarnar á sér:

„Þetta sérfræðingatal fer jafn mikið í taugarnar á mér og þetta svokallaða háskólasamfélag. Fólk sem nemur og starfar í háskóla býr ekki í sérsamfélagi. Það vinnur bara þarna eins og aðrir vinna á lager.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bretar sjá um loftrýmisgæslu NATO við Ísland

Bretar sjá um loftrýmisgæslu NATO við Ísland
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ágúst Ólafur sagður hafa hlaupið á sig – „Ég þooooli ekki svona stjórnmál“ – „Röng framsetning“

Ágúst Ólafur sagður hafa hlaupið á sig – „Ég þooooli ekki svona stjórnmál“ – „Röng framsetning“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Þar fór öndvegismaður“ – Sjálfstæðismenn minnast Birgis Ísleifs – Davíð rifjar upp gamansögu

„Þar fór öndvegismaður“ – Sjálfstæðismenn minnast Birgis Ísleifs – Davíð rifjar upp gamansögu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Íbúðalánasjóður úthlutar 3,2 milljörðum til húsnæðis um allt land

Íbúðalánasjóður úthlutar 3,2 milljörðum til húsnæðis um allt land
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Leigjendur eru ekki velkomnir í stjórnir húsfélaga Félagsbústaða“

„Leigjendur eru ekki velkomnir í stjórnir húsfélaga Félagsbústaða“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Akureyringar fá tvær heilsugæslur

Akureyringar fá tvær heilsugæslur