Laugardagur 22.febrúar 2020
Eyjan

Sakar Þorgerði um að nýta sér innrás Tyrkja til að „koma sjálfri sér á framfæri“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 10. október 2019 13:31

Mynd Hanna DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mig lang­ar að spyrja fjár­málaráðherra hvort hann sé sam­mála þess­um yf­ir­lýs­ing­um og um leið sam­mála þeirri yf­ir­lýs­ingu sem kom mjög skýrt og af­drátt­ar­laust fram frá þing­flokki Vinstri grænna í gær, þar sem hann hvet­ur rík­is­stjórn­ina til að for­dæma þessa inn­rás og reyna að fara í aðgerðir sem stuðla að friði,“

spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar í pontu Alþingis í morgun, með vísun í þá sem fordæmt hafa innrás Tyrkja í Sýrland.

Nefndi hún að samkvæmt yfirlýsingum væri þegar byrjað að “slátra“ Kúrdum og krafði Bjarna Benediktsson um svör hvort hernaðaraðgerðirnar yrðu fordæmdar af stjórnvöldum.

Bjarni sagði að málið yrði rætt á réttum vettvangi, sem væri utanríkisnefnd, en eftir ætti að ræða það í ríkisstjórn. Lýsti hann yfir áhyggjum af stöðunni en sagðist ekki vita hvort það hjálpaði til við að laga ástandið að taka afstöðu með „einstökum aðilum á deilusvæðinu.“

Tækifærismennska

Björn Bjarnason, fyrrverandi samherji og samráðherra Þorgerðar í ríkisstjórn, gagnrýnir hana fyrir framgöngu sína á Alþingi:

„Að formaður Viðreisnar skuli reyna að nýta sér innrás Tyrkja í Sýrland til að koma sjálfri sér á framfæri á þennan hátt sýnir að þarna ræður annað en afstaða til málsins. Vonast hún til að geta stofnað til stjórnmálaátaka hér vegna þessa máls? Minnir á það þegar ungliðar Viðreisnar mættu með mótmælaspjöld við Ráðherrabústaðinn með vinstrisinnum í febrúar 2019 gegn Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna.“

Þess má geta að laust fyrir hádegi sendi utanríkisráðuneytið tilkynningu þar sem framferði Tyrkja var fordæmt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Örmagna í verkfalli
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kolbrún segist hæfari en Stefán og er tilbúin að kæra – „Tel líkur á að ég hafi verið órétti beitt“

Kolbrún segist hæfari en Stefán og er tilbúin að kæra – „Tel líkur á að ég hafi verið órétti beitt“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson um ríkisstjórnina – „Er að gefa þjóðinni langt nef“

Þorsteinn Pálsson um ríkisstjórnina – „Er að gefa þjóðinni langt nef“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Nú er Davíð reiður – „Hver leyfði þessum bjálfum að bía út þjóðina?“

Nú er Davíð reiður – „Hver leyfði þessum bjálfum að bía út þjóðina?“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir Mannréttindadómstól Evrópu ógna lýðræðinu með skapandi lagatúlkun – Ályktaði gegn lögum sem áttu að koma í veg fyrir þvinguð hjónabönd

Segir Mannréttindadómstól Evrópu ógna lýðræðinu með skapandi lagatúlkun – Ályktaði gegn lögum sem áttu að koma í veg fyrir þvinguð hjónabönd