fbpx
Miðvikudagur 30.september 2020
Eyjan

Katrín tjáir sig um tárin: „Mér finnst það fullkomlega eðlilegt að gráta yfir þessu stóra máli“

Eyjan
Fimmtudaginn 10. október 2019 21:00

Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í Kastljósi í kvöld að það væri fullkomlega eðlilegt að gráta yfir Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.

Katrín felldi tár eftir að hafa lokið máli sínu á Alþingi í gær vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Katrín sagði málið vera sérstaklega erfitt vegna þess að það snýst um mun stærri hluti en stjórnmál.

„Það snýst um það hvernig stjórnvöld sem nú sitja geta sýnt yfirbót gagnvart því sem gerðist fyrir áratugum og það er vandasamt verkefni.“

Katrín segir málið vera einstakt vegna þess hve löngum skugga það hefur varpað en Katrín segist vera ánægð með það að hún geti ennþá sýnt tilfinningar þrátt fyrir langan tíma í pólitík.

„Mér finnst það fullkomlega eðlilegt að gráta yfir þessu stóra máli, og í raun og veru miklu óeðlilegra að gráta ekki yfir því. Þetta er mál sem er einstakt og hefur varpað löngum skugga, 40 ára gamalt óleyst sakamál sem hefur varpað löngum skugga, ekki bara sá angi þess sem er til umfjöllunar í þessu frumvarpi heldur margir aðrir angar og margir sem hafa átt um sárt að binda. Ég er ánægð með það að þótt ég hafi verið lengi í pólitík er ég ennþá bara tilfinningavera.“

Katrín segir þó að hún látist ekki stjórnast af tilfinningum.

„Þó maður sýni tilfinningar þá ráða þær ekki för,“

Hér fyrir neðan má sjá ræðuna þar sem Katrín fellir tár en þetta var fyrsta umræða varðandi nýtt lagafrumvarp í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Deilurnar um Sundabraut – Mögulega önnur stórframkvæmd brýnni

Deilurnar um Sundabraut – Mögulega önnur stórframkvæmd brýnni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðreisn: „Meinsemd íslenskra stjórnmála er kjarkleysi „

Viðreisn: „Meinsemd íslenskra stjórnmála er kjarkleysi „
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristján hjólar í atvinnurekendur- „Þetta hefur þú aldrei lesið í fréttum“

Kristján hjólar í atvinnurekendur- „Þetta hefur þú aldrei lesið í fréttum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ásmundur Einar leggur til styttingu á tökutímabili fæðingarorlofs – Aðeins einn mánuður til skiptana

Ásmundur Einar leggur til styttingu á tökutímabili fæðingarorlofs – Aðeins einn mánuður til skiptana
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ragnar Þór vill að Guðrún Hafsteinsdóttir verði sett af og segir að Fréttablaðið sé í herferð gegn sér

Ragnar Þór vill að Guðrún Hafsteinsdóttir verði sett af og segir að Fréttablaðið sé í herferð gegn sér
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir forsendur lífskjarasamninga brostnar – „Þetta er ekki „grímulaus hræðsluáróður auðvaldsins“

Segir forsendur lífskjarasamninga brostnar – „Þetta er ekki „grímulaus hræðsluáróður auðvaldsins“