fbpx
Laugardagur 24.október 2020
Eyjan

Hamfarirnar á Spáni: Á eftir flóðunum koma moskítóflugur

Egill Helgason
Sunnudaginn 22. september 2019 11:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðað við þann mikla fjölda Íslendinga sem býr á Costa Blanca-svæðinu á Spáni, við Alicante og Torrevieja, er furða hversu lítið hefur verið fjallað um náttúruhamfarirnar sem þarna hafa gengið yfir. Orðið hafa mestu flóð í manna minnum, eignatjónið er gríðarlegt, sums staðar er vatnið ekki enn búið að sjatna.

Þarna eiga margir Íslendingar húseignir eða legja, dvelja lungann úr árinu eða hafa vetursetu. Mætti segja manni að það séu fleiri en í meðalsveitarfélagi á Íslandi.

Eitt af því sem er mikið rætt núna í kjölfar flóðanna er plága moskítófluga sem sagt er að muni leggjast yfir svæðið. Moskítóflugurnar þrífast þar sem mikið er af vatni, lirfurnar klekjast út í grunnum pollum eða þar sem vatn hefur safnast saman.

Þetta eru heldur ekki bara neinar venjulegar moskítóflugur, því í Suður-Evrópu verður í auknum mæli vart við svokallað tígris-moskító. Þessar flugur hafa borist frá austurlöndium, eru stærri en afbrigði moskítófluga sem hafa þekkst á þessu svæði, þær stinga dýpra og það sem verra er – hætta er að þær beri með sér sjúkdóma eins og beinbrunasótt og zika-veiruna eins og lesa má hér á vef frönsku Pasteur-stofnunarinnar. Þær eru svo skæðar að þær geta jafnvel stungið gegnum föt.

Eins og áður segir hefur lítið verið fjallað um þetta hér, en þeim mun meira til dæmis í breskum blöðum, enda býr mikill fjöldi Breta á Suður-Spáni. Þar er meðal annars greint frá því að ein helsta varnaraðgerðin gegn útbreiðslu þessa ófögnuðar sé að gæta þess að vatn fái ekki að standa í ílátum þar sem flugurnar geta fjölgað sér. Er þess getið að yfirvöld ætli að hafa eftirlit með þessu og jafnvel sekta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Ingi segir skrifstofufólk hafa leyft opnun líkamsræktarstöðva

Björn Ingi segir skrifstofufólk hafa leyft opnun líkamsræktarstöðva
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Katrín segir almenning hafa verið svikinn – „Hrægammar sem græða svo á neyðinni“

Katrín segir almenning hafa verið svikinn – „Hrægammar sem græða svo á neyðinni“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Tekist á um stjórnarskrána í Silfrinu – „Þeir ráða sem mæta“

Tekist á um stjórnarskrána í Silfrinu – „Þeir ráða sem mæta“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þórdís Kolbrún vill leggja niður stofnun ársins – „Kaldhæðnislegt“ segir starfsmaður

Þórdís Kolbrún vill leggja niður stofnun ársins – „Kaldhæðnislegt“ segir starfsmaður