fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Sigurður Ingi vill svona tengingu við Sundabraut – „Fýsilegri kostur en jarðgöng“ – Sjáðu myndina

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 20. september 2019 15:39

Sigurður Ingi Jóhannsson Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Líkt og  kom fram í fréttum í gær þá var bætt við málsgrein í drög að samkomulagi um höfuðborgarpakkann um tengingu við Sundabraut. Nokkrir möguleikar koma til greina um hvar og hvernig best sé að leggja hana og hvernig megi auðvelda umferð á milli miðborgar og Grafarvogs, létta á umferð á höfuðborgarsvæðinu og stytta leiðir út á land. Tveir valkostir eru einkum taldir koma til greina,“

segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra um væntanlegar endurbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Mikið hefur verið fundað um málið síðustu daga og virðast hlutirnir gerast hratt og virðast sveitarstjórnarmenn ekki vissir um hvað þeir megi tjá sig um í áætluninni og hvað ekki, þar sem óvissa ríki um trúnað, líkt og RÚV greinir frá.

Jarðgöng eða lágbrú

Valkostirnir eru annarsvegar jarðgöng og hinsvegar lágbrú:

„Annars vegar jarðgöng í Gufunes sem miðast við núgildandi skipulag og hins vegar lágbrú yfir Kleppsvík yfir á Holtaveg sem kallar á breytt skipulag á hafnarstarfssemi. Ég hef áður sagt að lágbrú yfir Kleppsvík sé fýsilegri kostur en jarðgöng. Bæði er hún ódýrari, henti fyrir alla samgöngumáta, þ.e. bílandi, almenningssamgöngur, gangangi og hjólandi. Síðari áfangi Sundabrautar mun síðan ná frá Gufunesi um Geldinganes, yfir Leiruvog, Gunnunes, Álfsnes og Kollafjörð að tengingu við Vesturlandsveg. Næstu skref snúa að frekari viðræðum við Faxaflóahafnir og skipulagsyfirvöld í borginni.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega