fbpx
Mánudagur 14.október 2019  |
Eyjan

Sjálfsagt að rukka fyrir bílastæði lengur og víðar

Egill Helgason
Fimmtudaginn 19. september 2019 23:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk sem jafnvel aldrei kemur í Miðbæinn í Reykjavík er stórhneykslað á því að standi til að rukka bílastæðagjöld fram á kvöld og á sunnudögum.

Þetta er haft til marks um hvað borgin komi hræðilega illa fram við einkabílinn.

En nú er það svo að þetta er fremur þóknanlegt þeim sem búa í Miðborginni og líka þeim sem stunda rekstur þar.

Ástæðan er sú að þegar hætt er að innheimta gjöld fyrir bílastæði á kvöldin og um helgar, fyllast stæðin gjarnan af bílaleigubílum. Það eru dæmi um að heilu göturnar séu undirlagðar af þeim. Þegar rukkað er fyrir stæði leita ferðamenn sem eru í bílaleigubílum oft annað.

Þetta teppir aðgengi þeirra sem hyggjast til dæmis fara á veitingahús eða vilja versla í Miðbænum. Og fyrir íbúana er þetta hvimleitt.

Þess vegna er ágætt að víkka út innheimtu bílastæðagjalda og lítil ástæða til að taka mark á þeim sem telja þessa breytingu vera „aðför að einkabílnum“.

Það er líka svo að nóg er af bílastæðum í Miðbænum, ef bara menn nenna að nota bílastæðahúsin og -kjallarana.

Svo er annar flötur á þessu og það er innheimta bílastæðagjalda í götum sem liggja nálægt Miðbænum. Þetta hefur verið gagnrýnt, en staðreyndi er sú að yfirleitt eru íbúar hlynntir þessu. Þeir hafa meira að segja óskað eftir stöðumælum. Götur nærri Miðbænum þar sem ekki er rukkað fyrir bílastæði eiga það til að fyllast af áðurnefndum bílaleigubílum en ekki síður af bifreiðum fólks sem starfar í Miðbænum, kemur kannski úr úthverfi, leggur í viðkomandi götu sér að kostnaðarlaustu og gengur síðan stuttan spöl til vinnu.

Reykvíkingum ætlar seint að skiljast að bílastæði eru gæði sem engin ástæða er til að úthluta ókeypis – ekki fremur en til dæmis íbúðum eða verslunarplássi. En bílastæði eru ekki einu sinni dýr í Reykjavík – ekki miðað við til dæmis hið mikla bílaland Bandaríkin þar sem maður getur átt í mestu brösum með að finna stæði í borgum, miklar takmarkanir eru hvar maður má leggja, mörg stæði eru frátekin fyrir íbúa, og bílastæðin geta verið rándýr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Katrín tjáir sig um tárin: „Mér finnst það fullkomlega eðlilegt að gráta yfir þessu stóra máli“

Katrín tjáir sig um tárin: „Mér finnst það fullkomlega eðlilegt að gráta yfir þessu stóra máli“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skrítið val – hálfgleymdur og umdeildur höfundur fær Nóbelinn

Skrítið val – hálfgleymdur og umdeildur höfundur fær Nóbelinn
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sakar Þorgerði um að nýta sér innrás Tyrkja til að „koma sjálfri sér á framfæri“

Sakar Þorgerði um að nýta sér innrás Tyrkja til að „koma sjálfri sér á framfæri“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Var Ísland risavaxin peningaþvottastöð ? – Segir Bjarna ekki skilja samhengið – „Dálítið vandræðalegt“

Var Ísland risavaxin peningaþvottastöð ? – Segir Bjarna ekki skilja samhengið – „Dálítið vandræðalegt“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ísland fellur niður listann um samkeppnishæfi ríkja

Ísland fellur niður listann um samkeppnishæfi ríkja
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kallar eftir aukinni aðstoð fyrir barnaníðinga – „Brýnt er að þeir upplifi sig sem hluta af heildinni“

Kallar eftir aukinni aðstoð fyrir barnaníðinga – „Brýnt er að þeir upplifi sig sem hluta af heildinni“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Flugsérfræðingur klórar sér í kollinum yfir WOW 2: „Ekkert af þessu gengur upp“

Flugsérfræðingur klórar sér í kollinum yfir WOW 2: „Ekkert af þessu gengur upp“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

MMR: Framsókn, Píratar og VG missa fylgi – Miðflokkurinn á góðri siglingu

MMR: Framsókn, Píratar og VG missa fylgi – Miðflokkurinn á góðri siglingu