fbpx
Sunnudagur 20.september 2020
Eyjan

Jón Steinar greinir siðblindu

Egill Helgason
Fimmtudaginn 19. september 2019 11:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður hefur að undanfarið skrifað um siðblindu. Þetta eru áhugaverð skrif, Jón hefur greinilega kynnt sér fyrirbærið vel og setur fram skilgreiningar á siðblindu og vangaveltur um hana. Maður veit samt ekki hvort Jón hefur einhverja sérstaka í hugum í skrifum sínum – líkt og stundum er – eða hvort þetta séu bara almennar spekúlasjónir.

Ég rek augun í grein sem Jón Steinar skrifaði um siðblindu á Eyjunni fyrir stuttu. Jón skilgreinir ýmsar birtingarmyndir siðblindunnar, kennir hvernig á að þekkja hana og þá jafnvel varast hans. Þetta er semsagt mjög gagnleg grein.

 • Hefur ekki getu til að finna til með öðrum eða setja sig í spor annarra.
 • Ráðskast með annað fólk til að ná fram vilja sínum og svífst einskis til að ná takmarki sínu.
 • Er yfirleitt rólegur og yfirvegaður í samskiptum við aðra.
 • Er oft afburða vel greindur og velst því oft til forystu á þeim vettvangi sem hann starfar á. Hlutfallslega fleiri siðblindingjar komast til forystu í viðskiptum og stjórnmálum en vænta mætti miðað við fjölda þeirra meðal manna.
 • Getur verið einstaklega heillandi í samskiptum við aðra, en er ófær um að mynda tilfinningatengsl við þá. Hann á hins vegar auðvelt með að „tala sig inn á“ annað fólk í því skyni að ná markmiðum sínum. Þannig fær hann aðra til að samþykkja hluti sem þeir myndu annars ekki samþykkja.
 • Sækist eftir aðdáun annarra (jafnvel alls samfélagsins sem hann lifir í) fyrir snilli sína.
 • Leggur með sjálfum sér mat á aðra fyrst og fremst til að átta sig á hvernig eigi að ná tökum á þeim. Tileinkar sér þá stundum háttsemi sem hann telur að muni ganga í augu þeirra sem hann vill ná tökum á.
 • Beitir andlegu ofbeldi til ná því fram sem vilji hans stendur til.
 • Er sjálfhverft fórnarlamb. Ef eitthvað bjátar á er það í hans huga ávallt sök annarra.
 • Beitir ósannindum auðveldlega til að ná markmiðum sínum en stendur gjarnan ekki við það sem hann hefur lofað.
 • Er ófær um að sjá siðblindueinkennin á sjálfum sér og hefur oftast mikið sjálfstraust.
 • Finnur aldrei til sektar eða iðrunar vegna þess sem hann hefur „fengið áorkað“.
 • Verður stundum ósamkvæmur sjálfum sér, þ.e. ákveður eitt í dag og annað á morgun. Þetta er talin afleiðing af því að ákvarðanir byggjast ekki á prinsippum eða reglum heldur fremur því sem hann telur henta sér hverju sinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Meirihlutinn manni færri – Rósa Björk hætt í VG

Meirihlutinn manni færri – Rósa Björk hætt í VG
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þingmaður greindist með COVID-19 – Alþingi meðvitað um stöðuna

Þingmaður greindist með COVID-19 – Alþingi meðvitað um stöðuna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi segir fulla ástæðu til að rasskella aðra fulltrúa – „Svona hefur þetta verið um langt árabil“

Bæjarfulltrúi segir fulla ástæðu til að rasskella aðra fulltrúa – „Svona hefur þetta verið um langt árabil“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gefur lítið fyrir auglýsingaherferð – „Jafn neyðarlegt að horfa á þau og afhendingu Grímuverðlauna“

Gefur lítið fyrir auglýsingaherferð – „Jafn neyðarlegt að horfa á þau og afhendingu Grímuverðlauna“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Erlendir ferðamenn skiluðu 11 til 13 milljörðum í sumar – Innlend neysla bætti upp tekjutapið

Erlendir ferðamenn skiluðu 11 til 13 milljörðum í sumar – Innlend neysla bætti upp tekjutapið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sökklar steyptir undir smáhýsi í Gufunesi fyrir fólk í vímuefnavanda – Íbúar í Grafarvogi deila á framkvæmdirnar

Sökklar steyptir undir smáhýsi í Gufunesi fyrir fólk í vímuefnavanda – Íbúar í Grafarvogi deila á framkvæmdirnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Páll segir egypska fjölskylduföðurinn vera „ósvíf­inn“ og Mogginn tekur undir – „Sam­tök­in eru viður­kennd öfga­sam­tök“

Páll segir egypska fjölskylduföðurinn vera „ósvíf­inn“ og Mogginn tekur undir – „Sam­tök­in eru viður­kennd öfga­sam­tök“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi húsnæði fyrir heimilislausa til leigu – Þrjú hús og 30 herbergi

Fyrrverandi húsnæði fyrir heimilislausa til leigu – Þrjú hús og 30 herbergi