fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Verðskuldað hjá Ragnari Kjartanssyni – Gestir hans er frábært verk

Egill Helgason
Þriðjudaginn 17. september 2019 21:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég átti kannski ekki von á að Guardian – þessi víðlesni fjölmiðill sem er með framúrskarandi fréttavef – myndi velja Gesti Ragnars Kjartanssonar sem besta listaverk þeirra tveggja áratuga sem eru liðnir af 21. öldinn. En samt kemur þetta ekki svo mikið á óvart. Þetta er frábært verk.

Ég sá það á sýningu í sal á Hverfisgötu. Verkið er sýnir Ragnar og vini hans njóta lífsins í stóru húsi einhvers staðar í Bandaríkjunum. Þau spila á hljóðfæri, leika tónlist. Ragnar sjálfur er í baði með gítar. Þetta er sýnt á nokkrum kvikmyndatjöldum.

Verki gerir mann glaðan. Ég man að ég fór aftur og skoðaði það. Það skapar vellíðan. Í því er kímni og gæska sem einkenna verk Ragnars. Hann vill draga áhorfandann inn í heim sem honum finnst skemmtilegur – þar sem hann nýtur lífsins.

Margt í nútímalist er ljótt og fráhrindandi. Dýrin sem Damian Hirst setur í formalín, svefnherbergi Tracey Emin, skurðirnir sem Santiago Sierra ristir á vændiskonur. Í þessum verkum birtist reiði og hatur – sem auðvitað á alveg rétt á sér – en ólíkt því hrífur Ragnar listnjótandann með sér með umvefjandi hætti, deilir með honum ástinni á lífinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins