fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Dásamlegt gestaboð á Nýja-Íslandi – örlítil minning um Einar Vigfússon

Egill Helgason
Fimmtudaginn 12. september 2019 12:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Vigfússon er eitt mesta ljúfmenni sem ég hef kynnst. Hann bjó á bænum Drangey við Árborg í Manitobafylki. Þar bjó Einar ásamt konu sinni Rosalind. Einar lést nú í vikunni úr krabbameini, Rosalind lifir mann sinn. Ótal Íslendingar sem hafa farið um Nýja-Ísland hafa notið gestristni þeirra. Stundum heilu rúturnar.

Það eru kræsingar á borðum, eins og lesa má í þessu bloggi sem Sigurveig kona mín skrifaði eftir heimsókn til þeirra. Rúllupylsa, pönnukökur og vínarterta – réttir sem hafa varðveist meðal Íslendinga í Vesturheimi. Rosalind leikur á píanó og gestir syngja með. Hún er tónskáld. Einar segir sögur á íslensku. Hann sýnir fólki fluglana sem hann tálgar af einstöku listfengi – fulgarnir hans Einars hafa farið víða.

Aldrei er neinn látinn borga fyrir matinn eða allan gestaganginn, heimilið hefur þótt sjálfsagður áningarstaður fyrir Íslendinga í Vesturheimi – en þau Rosalind og Einar gefa allt af einstöku örlæti sem berst þó ekki á. Allir eru velkomnir.

Fyrir nokkrum árum gerði ég röð sjónvarpsþátta sem nefnast Vesturfarar. Einn hápunktur þeirra var heimsókn til Einars og Rosalind. Ég þóttist taka eftir því að Einar hugsaði á íslensku, einn fárra viðmælenda sem ég hitti vestra. Hann sagðist tala íslensku við hundinn sinn. Svo sagði hann söguna af ömmu sinni sem saknaði Skagafjarðar svo að synir hennar tóku sig til og klipptu trjáþyrpingu sem var spölkorn frá bænum þannig að hún leit út eins og Drangey.

Nú er hann látinn þessi ljúfi maður. Hann var hæglátur, virkaði jafnvel feiminn, en yfir honum var sérstök reisn. Mér fór strax að þykja vænt um hann. Allt hefur sinn tíma, líka gestaboðið dásamlega á Drangey á Nýja-Íslandi

(Myndin hér að ofan er eftir Almar Grímsson.)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“