fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Mörg verkefni bíða Áslaugar í dómsmálaráðuneytinu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. september 2019 07:50

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir..

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður skipuð dómsmálaráðherra á ríkisráðsfundi síðdegis í dag. Í kjölfarið þarf hún að segja af sér sem ritari Sjálfstæðisflokksins samkvæmt reglum flokksins. Nýr ritari verður kosinn á flokkráðsfundi um miðjan mánuðinn. Áslaug mun væntanlega ekki sitja auðum höndum í ráðuneytinu því þar bíða hennar mörg krefjandi verkefni.

„Ég er þakklát fyrir traustið sem mér er sýnt,“ segir Áslaug. „Ég er að stíga inn í ákveðna ríkisstjórn sem starfar eftir sáttmála, en fer inn í ráðuneytið full tilhlökkunar og af auðmýkt gagnvart þeim stóru verkefnum sem fram undan eru.“

Hefur Fréttablaðið eftir Áslaugu. Meðal þeirra verkefna sem bíða hennar er að skipa nýja hæstaréttardómara í haust en tveir dómarar við réttinn hafa óskað eftir lausn frá störfum.

Þá munu dómaramál Landsréttar væntanlega einnig koma við sögu í ráðuneytinu en skipun Sigríðar Á. Andersen á dómurum við Landsrétt braut gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu samkvæmt dómi Mannréttindadómstólsins. Það mál varð einmitt Sigríði að falli og neyddi hana úr embætti.

Á þriðjudaginn verður tilkynnt hvort dómur Mannréttindadómstólsins verði tekinn til skoðunar hjá efri deild hans. Ef það verður gert er líklegt að dómstólasýslan ítrekni óskir sínar um að dómurum við Landsrétt verði fjölgað tímabundið til að hægt sé að takast á við tafir á meðferðum mála hjá réttinum.

Ef Mannréttindadómstólinn synjar því að taka málið fyrir í efri deild sinni er niðurstaðan endanleg og þá kemur í hlut Áslaugar að finna lausn á málum þeirra fjögurra dómara við Landsrétt sem dómurinn tekur til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt