fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Katrín Jakobsdóttir: Ísland er ekki til sölu

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 29. ágúst 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir upphlaupið sem varð í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti falaðast eftir að kaupa Grænland, kom upp kvittur þess efnis að hann gæti snúið sér næst að Íslandi. Var þetta til dæmis rætt í einum vinsælasta fréttaskýringaþætti í Bandaríkjunum, Fox &  Friends, þar sem einn þáttastjórnandinn sagðist hafa heyrt að Ísland væri næst, en Fox fréttastöðin hefur náin tengls inn í Hvíta húsið og Repúblikanaflokkinn.

Hvort varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, muni taka upp formlegar viðræður um kaup á Íslandi þegar hann kemur hingað til lands skal ósagt látið, enda alls óvíst ennþá hvort hann muni hitta Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, sem verður erlendis í öðrum erindagjörðum. Hún gæti hinsvegar hitt Pence ef varaforsetinn kýs að framlengja dvöl sína.

Eyjan sendi fyrirspurn á forsætisráðuneytið með ósk um svör frá Katrínu, um hvort Ísland væri til sölu, hvert kaupverðið yrði ef svo væri og hvort stjórnvöld hefðu svör á reiðum höndum ef tilboð bærist.

Svarið sem barst var stutt og laggott:

„Ísland er ekki til sölu.“

Var það skrifstofustjórinn Ágúst Geir Ágústsson sem tók að sér að svara fyrir hönd Katrínar Jakobsdóttur.

Hvað með Kína ?

Utanríkisráðuneytið er enn með til skoðunar hvort ganga eigi að risatilboði frá Kína, sem felur í sér stóra peningagjöf til uppbyggingar á innviðum hér á landi. Um risavaxið verkefni er að ræða sem nefnist Belti & braut. Fullyrt er af ýmsum að stórveldið sé að kaupa sig til áhrifa og auka umsvif sín um heim allan með þessu og hafa Bandarísk stjórnvöld tekið undir þá gagnrýni.

Kínverjar segja ekkert hanga á spýtunni, heldur sé um að ræða „frábært tækifæri til sameiginlegrar framþróunar,“ svo vitnað sé í sendiherra Kína hér á landi.

Sjá nánar: Íslensk stjórnvöld íhuga risastóra peningagjöf frá Kína – Marshallaðstoðin bliknar í samanburði

Sjá einnig: „Íslenska ríkisstjórnin er opin fyrir að undirrita samkomulag við Kína“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG