fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Mætti að skaðlausu sleppa flugeldunum

Egill Helgason
Sunnudaginn 25. ágúst 2019 12:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er rætt um hvort hætta eigi að halda flugeldasýningu í bænum í lok dagskrár menningarnætur. Á Dönskum dögum í Stykkishólmi hafa þeir slaufað flugeldasýningu vegna umhverfissverndar.

Þetta mun samkvæmt fréttum frá borginni vera til umræðu en ekkert hefur verið ákveðið.

Flugeldasýning er svosem á engan hátt nauðsynlegur hápunktur þessarar ágætu hátíðar. Helsti kostur hennar eru sem fyrr litlir atburðir út um borg og bý fremur en stórir tónleikar þar sem er samankominn mikill manngrúi. Þeir eru ágætir fyrir sinn hatt, en það er þáttaka sjálfra íbúanna sem gerir menningarnótt að því sem hún er.

Sumir þessara atburða eru lágstemmdir og þá er jafnvel að finna í bakgörðum eða innanhúss.

Flugeldasýningin í gærkvöldi var reyndar frekar smá í sniðum. Frá Kvosinni séð var líka eins og hluti hennar hyrfi bak við allar nýbyggingarnar. Mér varð að orði að þetta væri eins og meðalheimili í Garðabænum skyti upp á gamlárskvöld.

Ég sé á netinu að Guðmundur Andri Thorsson, sem nú telst vera íbúi í Garðabæ, skýtur í aðra átt – hann segir að þetta hafi bara verið smáræði samanborið við meðalstjórnarmann í KR í góðum gír á nýjársnótt.

Það mætti að skaðlausu sleppa þessu á næsta ári og svo framvegis. Einhvern veginn eru flugeldasýningar heldur ekki jafn spennandi og í den. Það er svo margt annað til skemmtunar.

(Myndinni hnuplaði ég af síðu fésbókarvinar míns Ólafs Haukssonar, hún sýnir reykjarmökk eftir flugeldasýninguna í gærkvöldi.)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins