fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |
Eyjan

Ásmundur lofar aðgerðum: „Landsbyggðin hefur setið eftir“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 23. ágúst 2019 19:00

Ásmundur Einar Daðason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur nú ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Þess er vænst að fyrstu tillögur, þar á meðal að breytingar á lögum og reglugerðum, til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni verði komnar til framkvæmda á haustdögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu.

,,Landsbyggðin hefur setið eftir þegar kemur að uppbyggingu í húsnæðismálum. Í ljósi jákvæðra athugasemda við tillögum að úrbótum munum við einhenda okkur í koma fram með nýjar reglugerðir og lagafrumvörp til að innleiða þær að fullu enda um mikilvægt hagsmunamál að ræða,”

segir Ásmundur Einar.

Jákvæðar umsagnir hagsmunaaðila

Tillögurnar voru upphaflega lagðar fram í ríkisstjórn til kynningar í lok maí en í lok júlí voru þær birtar í samráðsgátt stjórnvalda þar sem almenningi og öllum hagsmunaaðilum gafst tækifæri til að gefa álit. Þær umsagnir sem bárust eru allar jákvæðar í garð tillagnanna en einnig komu fram í þeim nokkrar gagnlegar ábendingar um þætti sem má skoða betur. Samband íslenskra sveitarfélaga hrósaði tillögunum og nefndi sérstaklega þá jákvæðu nálgun sem unnið hefur verið eftir í svokölluðu landsbyggðarverkefni sem félagsmálaráðuneytið og Íbúðalánasjóður settu af stað á síðasta ári.

Nýr lánaflokkur og byggðaframlag til byggingar leiguíbúða

Tillögur félags- og barnamálaráðherra byggja að stóru leyti á upplýsingum sem hafa komið í gegnum tilraunaverkefni með sjö sveitarfélögum, en því var ætlað að bregðast við alvarlegum vanda í húsnæðismálum á landsbyggðinni. Meðal reglugerðanna sem ráðuneytið er nú með í vinnslu má nefna heimild fyrir nýjum lánaflokki hjá Íbúðalánasjóði til að auðvelda sjóðnum að veita fjármögnun til verkefna á landsbyggðinni. Tryggja þurfi íbúum landsbyggðarinnar aðgengi að fjármagni á sambærilegum kjörum og fást á virkari markaðssvæðum.

Þá gera tillögurnar ráð fyrir að brugðist verði við skorti á hagkvæmu leiguhúsnæði með því að gera sveitarfélögum á landsbyggðinni kleift að byggja íbúðir í almenna leigukerfinu með stofnframlagi ríkisins. Heimilt verði að veita sérstakt byggðaframlag vegna leiguíbúða á svæðum þar sem misvægi ríkir á milli byggingarkostnaðar og markaðsverðs og þá verði heimildir sveitarfélaga til þess að leggja fram stofnframlög rýmkaðar.

Húsnæðisstuðningur sniðin að þörfum landsbyggðarinnar

Þörf á húsnæðisstuðningi fyrir landsbyggðina er önnur en á höfuðborgarsvæðinu.  Þar er húsnæðismarkaður víða ekki nægilega skilvirkur.  Víða er skortur á leiguhúsnæði og getur slíkt staðið þróun í atvinnumálum fyrir þrifum.  Hvata vantar til byggingar á leiguíbúðum þar sem markaðsverð húsnæðis er mun lægra en byggingarkostnaður.

Fram hefur komið að aðgerðirnar sem þarf á landsbyggðinni eru af öðrum toga en á höfuðborgarsvæðinu. Þar er um að ræða stóran hóp fólks sem fellur á milli skips og bryggju á húsnæðismarkaðnum. Önnur lönd sem hafa glímt við svipaðan vanda hafa farið svipaða leið við að stuðla að eðlilegri endurnýjun húsnæðis utan stærstu þéttbýlissvæða. Tillögurnar taka mið af reynslu annarra landa en einnig áskorunum ólíkra sveitarfélaga hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn
Eyjan
Í gær

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“
Eyjan
Í gær

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“
Eyjan
Í gær

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“
Eyjan
Í gær

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“
Eyjan
Í gær

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár