fbpx
Sunnudagur 13.október 2019  |
Eyjan

Píratar skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 17:30

Þingflokkur Pírata

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Píratahreyfingin hefur tekið undir áskorun helstu náttúruverndarsamtaka Íslands og skorar á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pírötum:
„Við leggjum jafnframt til að forsætisráðherra leggi fram tillögur í kjölfarið að grænum sáttmála fyrir Ísland eins og þingsályktunartillaga Pírata um grænan sáttmála segir til um. Tillaga þessi var samþykkt í kosningakerfi Pírata þar sem hún hlaut flýtimeðferð. Tillagan var lögð fram í kosningu hjá Pírötum með hliðsjón af:

Undirstaða lífs í landinu

Í tilkynningu Pírata er vitnað í stjórnarskrána:
„Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Öllum ber að virða hana og vernda. Í því felst að fjölbreytni lands og lífríkis sé viðhaldið og náttúruminjar, óbyggð víðerni, gróður og jarðvegur njóti verndar. Fyrri spjöll skulu bætt eftir föngum. Nýtingu náttúrugæða skal haga þannig að þau skerðist sem minnst til langframa og gildi náttúrunnar og hagsmunir komandi kynslóða séu virt.“
Áskorunin sem tekið er undir:
Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir
16 ágúst 2019
Kæra Katrín!
Bretland lýsti nýlega yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og því vekur það furðu að ekkert Norðurlandanna hefur gert slíkt hið sama. Gögnin eru skýr, það ríkir neyðarástand og unga kynslóðin okkar grátbiður okkur um að taka ábyrgð. Losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi eykst hratt og er, miðað við höfðatölu, mun meiri en í nágrannalöndum okkar. Þar sem allir norrænu ráðherrarnir koma saman á Íslandi í næstu viku, viljum við hvetja þig til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og skuldbinda okkur sem þjóð til að sýna alvöru ábyrgð. Jafnframt að þú hvetjir hina forsætisráðherrana til að gera slíkt hið sama. Framtíð okkar allra og komandi kynslóða er í húfi. Þú getur sannarlega haft mikil áhrif.
Með vinsemd og virðingu,
Rakel Garðarsdóttir, Vakandi
Hólmfriður Arnardóttir, Fuglavernd Íslands
Auður Önnu Magnúsdóttir, Landvernd
Brynhildur Pétursdóttur, Neytendasamtökin
Jón Kaldal IWF
Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, Samband íslenskra framhaldsskólanema
Eyþór Eðvarðsson, Votlendissjóður
Jóna Þórey Pétursdóttir Stúdentaráð Háskóla Íslands
Harpa Júlíusdóttir, Félag Sameinuðu þjóðanna á Ísland
Heiður Magný Herbertsdóttir, Plastlaus september
Tómas Guðbjartsson, Félag íslenskra fjallalækna
Stengrímur Þór Ágústsson, JCI Reykjavík
Pétur Halldórsson, Ungir umhverfissinnar
Árni Finnsson, Náttúruverndarsamtök Íslands
Þorbjörg Sandra Bakke, Foreldrar fyrir framtíðina

Bára Hólmgeirsdóttir, Aftur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Katrín tjáir sig um tárin: „Mér finnst það fullkomlega eðlilegt að gráta yfir þessu stóra máli“

Katrín tjáir sig um tárin: „Mér finnst það fullkomlega eðlilegt að gráta yfir þessu stóra máli“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skrítið val – hálfgleymdur og umdeildur höfundur fær Nóbelinn

Skrítið val – hálfgleymdur og umdeildur höfundur fær Nóbelinn
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sakar Þorgerði um að nýta sér innrás Tyrkja til að „koma sjálfri sér á framfæri“

Sakar Þorgerði um að nýta sér innrás Tyrkja til að „koma sjálfri sér á framfæri“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Var Ísland risavaxin peningaþvottastöð ? – Segir Bjarna ekki skilja samhengið – „Dálítið vandræðalegt“

Var Ísland risavaxin peningaþvottastöð ? – Segir Bjarna ekki skilja samhengið – „Dálítið vandræðalegt“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ísland fellur niður listann um samkeppnishæfi ríkja

Ísland fellur niður listann um samkeppnishæfi ríkja
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kallar eftir aukinni aðstoð fyrir barnaníðinga – „Brýnt er að þeir upplifi sig sem hluta af heildinni“

Kallar eftir aukinni aðstoð fyrir barnaníðinga – „Brýnt er að þeir upplifi sig sem hluta af heildinni“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Flugsérfræðingur klórar sér í kollinum yfir WOW 2: „Ekkert af þessu gengur upp“

Flugsérfræðingur klórar sér í kollinum yfir WOW 2: „Ekkert af þessu gengur upp“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

MMR: Framsókn, Píratar og VG missa fylgi – Miðflokkurinn á góðri siglingu

MMR: Framsókn, Píratar og VG missa fylgi – Miðflokkurinn á góðri siglingu